Vikulegar veiðitölur

Nú opna laxveiðiárnar hver af annarri og er útlitið víðast hvar gott. Nýjar tölur eru komnar á vef Landssambandsins og eru þær aðgengilegar á veiðitöluvefnum með því að smella hér.

Mikill gangur er í Urriðafossi í Þjórsá en þar gaf vikan 150 laxa og er heildarveiðin komin í 310 fiska.

Norðurá er líka á fínni siglingu með vikuveiði upp á 80 laxa og er þá komin í 147 fiska. Almennt er flott veiði í Borgarfirðinum, bæði í bergvatninu og á ármótasvæðunum, Brennu, Straumum og Skugga.

Einhverjar tölur vantar á listann og munu þær vonandi koma inn síðar í dag.

Img 9114
Nýgenginn lax. Mynd: GÖP