Dagskrá samstöðumótmæla 7. október
Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband veiðifélaga í samstarfi við nokkur náttúruverndarsamtök efnt til fjöldamótmæla 7. október næstkomandi kl. 15:00 á Austuvelli undir yfirskriftinni „Samstaða gegn sjókvíaeldi!“. Þó mótmælin sjálf verið á Austurvelli eru bílalestir bænda og landeigenda, sem munu koma að norðan og sunnan, mjög mikilvægur þáttur þeirra. Bílalestirnar er vísun til Laxárdeilunnar – einnar best heppnuðu mótmælaaðgerðar okkar tíma. Þá stóðu bændur vörð um Laxá og stofn hennar – nú er allt landið og allir stofnar undir.
Frá Háskólanum verður kröfuganga niður á Austurvöll þar sem mótmælin munu fara fram. Ráðherra eða talsmanni Alþingis verður afhent kröfuskjal og landeigendur halda tölu um kröfur sínar og þá skelfilegu stöðu sem komin er upp í ánum okkar eftir umhverfsslys hjá Arctic Fish. Nú þegar hafa veiðst yfir 250 eldislaxar í ám um allt land og ekki sér fyrir endan á þeim hörmungum.
Við mælum með þessari umfjöllun um mótmælin: https://www.visir.is/g/20232468223d/boda-til-fjoldamotmaela-a-austurvelli
Viðburðurinn á Facebook
Búið er að stofna viðburð á Facebook og viðbrögð við honum hafa verið mikil og góð. Nú þegar hafa yfir 2.000 manns lýst áhuga á mótmælunum. Hér fylgir hlekkur á viðburðinn og hvetjum við alla til að merkja „going“ á viðburðinn. Eins biðjum við alla um að bjóða Facebook vinum sínum á viðburðinn með „invite“ hnappnum.
Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/1iaOs0Cjf
Gisting í Vökuholti
Veiðifélag Laxár í Aðaldal býður þeim sem þurfa að keyra að austan upp á gistingu í veiðiheimilinu Vökuholti. Hægt er að hafa samband við Jón Helga Björnsson í tölvupósti vegna þessa. Tölvupóstur: jonhelgib@outlook.com
Tímalína bílalestar
Hér má sjá tímalínu bílalestar. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir þátttöku þeirra sem búa austar og mæta þeir þá á upphafsstað bílalestanna. Tímasetningar merkja brottför frá hverjum stað:
Bílalest að norðan
8:00 Goðafoss – bílastæði vestan
8:45 Akureyri – Glerártorg
10:15 Varmahlíð – Olís
11:00 Blönduós – N1
12:15 Staðarskáli
13:00 Borgarnes – N1
14:00 Reykjavík – Grjótháls 1
14:30 Háskóli Íslands – Bílastæði Vatnsmýri
15:00 Austurvöllur
Bílalest að sunnan
12:00 Hvolsvöllur – N1
12:30 Gatnamót hringvegs og Skeiðarvegs (30)
13:00 Selfoss – Bónus
14:00 Reykjavík – Grjótháls 1
14:30 Háskóli Íslands – Bílastæði Vatnsmýri
15:00 Austurvöllur
Kort af dreifingu strokulaxa
Ólafur Ragnar Garðarsson hefur unnið gagnvirkt kort af dreifingu strokulaxa fyrir okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það frábæra framtak. Við höldum áfram að safna upplýsingu um dreifinguna og mun kortið uppfærast samhliða því. Hnappur er á heimasíðu Landssambandsins sem leiðir á kortið en það er einnig aðgengilegt á: https://strokulax.is/