FLÓKADALSÁ, BORGARF.

Flóka, eða Flókadalsá, hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km. leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða. Vatnasvið hennar er talið 160 ferkm. Eftir allnokkra fiskvegagerð er hún orðin laxgeng langleiðina til upptaka sinna og þveráin Engjadalsá að hluta. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 363 laxar, minnst var veiðin 181 lax árið 1981, en mest 937 árið 2013. Vegna lindaráhrifa helst vatnsrennsli árinnar nokkuð stöðugt og eins eru sveiflur í veiði minni í Flóku en flestum öðrum ám. Því eru veiðileyfin eftirsótt og fá oftast færri en vilja.

Sumarið 2002 var tekið í notkun nýtt veiðihús við ána. Stendur það í Varmalækjarlandi nokkuð ofan við þjóðveg nr. 50. Ekið er inn Flókadalsveg nr. 515 og um það bil 500 metra akstur er beygt til vinstri í átt að veiðihúsinu. Þar er hin besta aðstaða fyrir veiðimenn, gistirými er í fjórum þriggja manna herbergjum.

Leyfð er veiði á þrjár stengur. Veiðifélagið sér sjálft um sölu þeirra. Tala ber við Sigurð Jakobsson, Varmalæk. Fyrirhyggju er þörf ef panta á veiðileyfi, því eftirspurn er mikil.

Símar söluaðila:

435-1442
862-2822

Smelltu hér fyrir veiðistaðakort

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021