ELLIÐAÁRNAR

Svo langt aftur, sem sögur ná, hefur farið mikið orð af laxgengd í Elliðaánum.  Litlu virtist skipta hvernig með þær var farið, hvort þær voru þverlagðar netum eða lokað með kistum og hverskyns veiðivélum, stofninn virtist þola þetta allt.  Jafnvel virkjun og stíflugerð þoldi hann lengi vel án þess að láta verulega á sjá.  Og mörgum erlendum ferðamanninum hefur verið sagt að Reykjavík væri sú eina höfuðborg í heimi, sem hefði slíka perlu innan sinna vébanda.  Með vaxandi byggð og aukinni mengun hefur þó sigið mjög á ógæfuhliðina hin síðustu ár.  Borgaryfirvöld mættu gjarna gera meira til að varðveita þetta dýrmæti, sé þeim svo annt um það sem látið er í veðri vaka á góðum stundum.

Frá ósum sínum í Elliðavogi og upp í Elliðavatn er áin 6 km. að lengd.  Þar fyrir ofan taka svo við Hólmsá og Bugða og eru þær sínu lengri.  Vatnasviðið er talið 280 ferkílómetrar, en erfitt er að segja nákvæmlega til um slíkt, þar sem uppsprettuvatn ánna gæti verið mun lengra að komið.  Meðalveiði í Elliðaánum frá 1978 til 2004 er 1148 laxar.  Mest gáfu þær árið 1975, þá 2071 lax, en þrisvar hafa þær farið yfir 2000 laxa markið á þessum tíma.  Minnst varð veiðin 414 laxar árið 2001.  Undanfarin 4 ár (2005-’08) virðist veiði heldur vera að batna.  Meðalveiði þeirra er 1062 laxar.

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um landeiganda

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021