DEILDARÁ

Deildará lætur lítið yfir sér þar sem ekið er yfir hana skömmu áður en komið er inn á Raufarhöfn. Veiðimenn þurfa þó ekki að fara langt upp með ánni til að átta sig á að þarna er ekki allt sem sýnist.

Deildará hefur upp á margt að bjóða. Þar er að finna fjölbreytta veiðistaði, einstaka náttúrufegurð, friðsæld, fjölskrúðugt fuglalíf og það sem er líklega mikilvægast að áin er gjöful. Hátt hlutfall stórlaxa í Þistilfjarðaránum er heldur ekkert að gera veiðina minna spennandi.
Áin fellur úr Deildarvatni og er um 7 km löng. Henni er skipt upp í þrjú svæði og leyfð veiði með einni stöng á hverju svæði. Aðgengi að veiðistöðum er með besta móti. Engir háir bakkar eða gljúfur sem trufla köstin. Hægt er að keyra að bestu veiðistöðunum og frá þeim er tiltölulega auðveld ganga að næstu hyljum.

Líklega er engin laxveiðiá hérlendis sem íslenskir veiðimenn þekkja minna til. Þetta á sér eðlilegar skýringar því veiðileyfi hafa verið ófáanleg í næstum 27 ár. Leigutaki á tímabilinu 1989 til 2015 var Svisslendingurinn Ralph Doppler og hefur hann að mestu nýtt veiðiréttinn sjálfur.

Fyrir tíma Doppler voru Þistilfjarðarárnar einnig þétt setnar útlendingum og var Deildará engin undantekning. Þegar samgöngur tóku loks að skána á sjöunda áratugnum og menn fóru að treysta sér í lengri ferðalög á milli landshluta til þess eins að renna fyrir fisk voru erlendir veiðimenn fljótir að átta sig á þeim veiðiperlum sem Þistilfjörðurinn hafði að geyma og varð hann strax vinsæll áfangastaður meðal erlendra veiðimanna.

Leigutaki er Salmon Fishing Iceland ehf.

Netfang: info@icelandsalmon.fishing

Sími: 6669555

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021