BREIÐDALSÁ

Þessi fallega veiðiá gaf rúmlega 900 laxa árið 2008. Meðalveiði sl. tíu ára eru um 510 laxar og fer vaxandi.  Veiðin var um 100 laxar áður en seiðasleppingar hófust. Auknar seiðasleppingar gefa tilefni til að veiðin haldi áfram að aukast. Einnig mjög góð sjóbleikjuveiði, ásamt töluvert af urriða, en gjarna veiðast um 500 silungar á ári.

Veiðihús:Stórglæsilegt veiðihús hefur verið byggt í landi Eyja við neðstu veiðistaði árinnar með útsýni yfir ánna og einstakan fjallahring Breiðdalsins. Átta tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi, sjónvarpi og internettengingu. Þar af ein sérstök svíta. Glæsileg setu-og borðstofa ásamt stórri verönd, og rúmgott þurrk-og vöðluherbergi. Einnig heitur pottur ásamt gufubaði. Ef veiðimenn eru saman um stöng deila þeir líka einu herbergi.

Silungasvæði Breiðdalsár 1. maí-1. júlí:  Eingöngu vorveiði sérstaklega á silungasvæðum. Vorveiði á sjóbleikju verður nú leyfð frá veiðimörkum neðan Lambabakkahyls að brú við þjóðveg ásamt urrðaveiði í Breiðdalsá ofan Efri-Beljanda og Norðurdalsá ofan Móhyls.  Leyfðar samtals sex stangir á dag. Veiðitímabil 1. maí – 1. júlí.

Silungsveiðmenn geta gist í Veiðihúsinu Eyjar á hóflegu verði, en ekki er skyldugisting þar á þeim tíma. Spyrjið um nánari upplýsingar.

Laxveiðisvæði Breiðdalsár 2. júlí-26. september: Öll Breiðdalsá frá brú við þjóðveg ásamt Suðurdalsá og Norðurdalsá. Leyfðar sex til átta stangir og alltaf innifalin silungasvæði árinnar.

Leyfilegt agn:  Fluga, maðkur og spónn, en fluguveiði eingöngu frá 1. ágúst til 31. ágúst.

Veiðileyfi: Yfirleitt þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis, en þó í einstaka hollum tveir dagar. Daglegur veiðitími 1. júlí –  31. júlí kl. 7-13 og 16-22 en frá 1. ágúst til 10. september 15-21 eftir hádegi. Eftir það 15 – 20 daglega eftir hádegi.

Núverandi leigutaki er Veiðiþjónustan Strengir.

Vefsíða:  www.strengir.is

Netfang: ellidason@strengir.is

Sími: 567-5204

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021