Ályktun, Lífríkið í Lagarfljóti. 2013

  • Post category:Ályktanir

Lífríkið í Lagarfljóti.
Ályktun stjórnar Landssambands veiðifélaga
Eftir að Kárahnjúkavirkjun var gerð og vatni Jökulsár á Dal veitt í Lagarfljót hafa komið fram meiri áhrif af vatnaflutningunum heldur en talið var í upphafi. Mikill/aukinn aurburður gerir Fljótið óhreinna og kaldara með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Fiskgengd hefur hrakað í Fljótinu og skilar sér verr í þverár sem áður voru með allgóða veiði. Landssamband veiðifélaga beinir því til Landsvirkjunar að koma nú þegar til móts við landeigendur vegna þess tjóns sem þegar er orðið, jafnframt því að vinna með heimamönnum að uppbyggingu fiskistofna á vatnasvæðinu. Landssamband veiðifélaga leggur ríka áherslu á hófsama umgengni um lífríki í ám og vötnum, ekki hvað síst þegar um nýtingu á vatnsorku er að ræða.
Stjórn Landssambands veiðifélaga, 22. mars 2013