Affall í Landeyjum

Affallið lætur ekki mikið yfir sér þar sem það rennur hæglátlega milli Austur og Vestur Landeyja. Áður fyrr rann kvísl úr Markarfljóti í Affallið en eftir fyrirhleðslur á Markarfljótseyrum varð Affallið tær bergvatnsá. 

Nú eru þar stundaðar sleppingar á laxaseiðum með ágætis árangri. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána og bleikja finnst þar einnig.

Affallið er veitt með fjórum stöngum og er veiðitímabilið frá 01/07 -20/10. Alls eru 80 skráðir veiðistaðir í ánni og því gott rými fyrir stangirnar fjórar. 

Veiðihúsið er staðsett á bænum Krossi að austanverðu við Affallið. Aðstaðan samanstendur af 5 svefnherbergjum fyrir 8 manns, rúmgóðri stofu og eldhúsi, salerni og sturtu.

Kolskeggur.is sér um veiðileyfasölu

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um landeiganda

Vikutölur 2022 (í vinnslu)

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2021