Nýverið kynnti Skipulagsstofnun frummatsskýrslu Arctic Sea Farm hf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Landssamband veiðifélaga gerði athugasemdir við skýrsluna og málsmeðferð Skipulagsstofnunar. Landssambandið telur að Skipulagsstofnun hafi ekki gætt að því að frummatsskýrslan skyldi vera í samræmi við áður birta matsáætlun og að Skipulagsstofnun hafi borið að hafna því að taka hana til athugunar. Frávikin frá matsáætlun eru talsverð og varða bæði umfang starfseminnar og framkvæmdasvæði.
Þá kynnti Skipulagsstofnun einnig nýverið frummatsskýrslu Arnarlax ehf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Athugasemdafrestur er til 26. júní nk. Landssambandið mun gera athugasemdir við frummatsskýrsluna.