STÓRA-LAXÁ

Stóra-Laxá fellur úr Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, og fellur í Hvítá hjá Iðu, ásamt Litlu-Laxá. Hún er dragá, 90 km. löng all vatnsmikil með 512 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er hún langt inn í Laxárgljúfur. Landslag með ánni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt.

Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.  Þrjú  veiðihús eru við ána.  Hið efsta er við Laxárdal fyrir svæði IV. Þar eru 4 stengur notaðar.  Veiðihús fyrir svæði III er í landi Hlíðar. Þar eru notaðar 2 stengur.  Neðsta veiðihúsið er fyrir svæði I og II.  Það er í landi Skarðs.  Á þessum tveim neðstu svæðum eru notaðar samtals 4 stengur .

Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 313 laxar, minnst 76 árið 1980, en mest 2006, þá 709 laxar.  Leigutaki og söluaðili veiðileyfa er LAX-Á ehf.

Vefsíða: www.lax-a.net

Netfang:lax-a@lax-a.is

Sími: 531-6100

VEIÐITÖLUR VIKU FYRIR VIKU

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2020