Mynd 0027101

NORÐURÁ

Norðurá á upptök sín í Holtavörðuvatni en hana næra einnig nokkrar þverár eins og Hvassá, Hellisá, Sanddalsá, Búðardalsá og Bjarnadalsá, svo einhverjar séu nefndar. Veiðisvæði Norðurár nær í heild sinni frá brú við Fornahvamm niður að ármótum Norðurár og Hvítár. Innan vatnasvæðisins eru fimm veiðisvæði sem eru Norðurá I, Norðurá II, Fjallið, Munaðarnes og Flóðatangi.

Í ánni eru um 170 merktir veiðistaðir. Fjölbreytileiki þeirra er mikill, allt frá nettum strengjum, gljúfrum og upp í stórar og vatnsmiklar breiður. Þrír fossar eru helstir í Norðurá eins og áður er sagt, Laxfoss, Glanni og Krókfoss, hver öðrum fallegri.

Veiðihúsið Rjúpnaási fylgir Norðurá I og veiðihúsið Skógernef í landi Hvamms fylgir Norðurá II.

Upplýsingar um veiðileyfi er hægt að nálgast hér.

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um landeiganda.

VIKA FYRIR VIKU 2023

HEILDARVEIÐI FYRRI ÁRA

VIKA FYRIR VIKU 2022