Veiðitölur

Andakílsá, Lax.

Andaskílsá. Andakílsá fellur til sjávar á ósasvæði Hvítár við Borgarfjarðarbrú, en upptök hennar eru í Skorradalsvatni. Vatnasvið 214 ferkm. Laxgeng að Andakílsárfossum, ca. 5 km frá sjó. Meðalveiði árin 1974 - 2008 = 173 laxar. Minnst 1998 = 63 laxar. Mest 2008 = 838 laxar.

 

Veiðisvæði árinnar eru tvö, lax og silungsvæði. Mörk þeirra eru við brúna á þjóðvegi 50, laxasvæðið ofan við brúna en silungasvæðið neðan við.  Á laxasvæðinu má veiða á tvær stengur en þrjár á silungasvæðinu.

 

 Ágæt veiðihús eru á báðum svæðunum. Laxveiðihúsið er í landi Miðfossa, ármegin við veginn. Þar er svefnrými fyrir 7 manns í tveim herbergum. Rafmagn, hiti, heitur pottur og gufubað.   Í báðum veiðihúsunum sjá menn um sig sjálfir.

 

Leigutaki og söluaðili veiðileyfa: STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR - HÁALEITISBRAUT 68 - 103 REYKJAVÍK. S.568 6050 - FAX.553 2060 NETFANG: SVFR@SVFR.IS - HEIMASÍÐA: WWW.SVFR.IS 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Staðsetning á korti

 

(Síðast breytt í desember 2015)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
Engar tölur hafa borist

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20161134
20153797
201410924
2013374
2013347
201289
2011181
2010332
2009706
200883932
200724634
200626852
2005233150
2004129291
2003245
200294196
200195298
200079139