Veiðitölur

Langadalsá

Langadalsá við Djúp á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í 4 - 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, 24 km.að lengd og fellur um samnefndan dal til sjávar í Nauteyrarós innst við Ísafjarðardjúp. Vatnasvið alls 625 ferkm. Áin er fiskgeng um 20 km.veg og meðal sumarrennsli 1,6 rúmm. á sek. Hún rennur um vel gróið láglendi norður Langadalinn, sem er óvanalegt á þessum slóðum.

 

Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 172 laxar á ári, minnst 31 lax ári 1984 en mest 444 fiska árið 2005. Auk laxveiðinnar er oft góð bleikjuveiði í ánni, meðaltal ca. 100 bleikjur á vertíð. Allgott veiðihús er við ána, en þar er leyfð veiði á 4 stengur í senn. Leigutaki er fyrirtæki Árna Baldurssonar, - Lax-Á ehf. Vatnsendabletti 181, Elliðavatnshverfi, Reykjavík, sími 557-6100. Netfang; Arnibald@lax-a.is  Vefslóð = http://www.lax-a.is

(Endursk. 2009)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
Engar tölur hafa borist

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018237
2017138
2013457
2012152
2011263
2010256
2009363
20083690
2007226
2006329
2005444
2004341
2003150
2002106
200194
200076