Veiðitölur

Hvannadalsá við Djúp.

Hvannadalsá við Djúp.

 

Hvannadalsá á upptök sín í litlum vötnum og tjörnum norðan Steingrímsfjarðarheiðar. Þaðan rennur hún norðvestur Hvannadalinn, uns hún sameinast Langadalsá ofarlega á ósasvæði þeirrar síðarnefndu innst í Ísafjarðardjúpi.  Heildarlengd árinnar er um það bil 12 – 14 kílómetrar.  Metveiði árinnar eru 304 laxar, árið 2008. 

 

Imbufljót 2Leigutaki er Lax-á ehf. og hefur fyrirtækið stundað umfangsmiklar gönguseiða- sleppingar í ána nokkur undanfarin vor.  Er hún þannig orðin áhugavert veiðivatn í hópi tveggja til þriggja stanga áa.  Gamla veiðihúsið frá Langadalsá verður flutt á staðinn og tekið í gegn fyrir veiðitímabilið 2009.  Leyfð er veiði á þrjár stengur í senn.

 

Staðsetning:  Ísafjarðardjúp, um 350 km frá Reykjavík. Hólmavík er í um 40. mín akstursfjarlægð.

Veiðisvæði: Hvannadalsá öll að Stekkjarfossi. Á ósasvæðinu má fá góða sjóbleikjuveiði í kringum sjávarföll.

Holl/dagar: Seldir eru 2 eða 3 dagar í senn.  Bókanir og nánari upplýsingar hjá Stefáni Sigurðssyni, skrifstofu Lax-á, s: 557 6100 eða stefan@lax-a.is

(Júní 2009)

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
Engar tölur hafa borist

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2013213
2011100
200830410
20071368
20061454
20051642