Veiðitölur

 Veiðimálastofnun

 

 

 

Keldnaholti  Sími: (+354) 580 6300

112 Reykjavík Bréfsími: 580 6301

Netfang: veidimalastofnun@veidimal.is

Heimasíða: Veidimal.is

 

 

Starfsemi Veiðimálastofnunar á rætur að rekja til stofnunar embættis Veiðimálastjóra, sem var stofnað með lögum 1946. Ýmsar breytingar hafa verið gerða á lögunum fram til dagsins í dag og var síðasta breytingin þegar embætti Veiðimálastjóra var skilið frá starfsemi stofnunarinnar vorið 1997. Með lagabreytingunum vorið 1997 var ráðinn nýr forstjóri Veiðimálastofnunar, Dr. Sigurður Guðjónsson fiskifræðingur. Með lagabreytingunum var stjórnsýsla veiðimála skilin frá Veiðimálastofnun og varð stofnunin þá rannsókna- og þjónustustofnun í veiðimálum.

 

 

 

Hlutverk Veiðimálastofnunar

 

• Stofnunin stundar rannsóknir á lífríki í ám og vötnum.

  

• Rannsaka fiskstofna (lax, urriða, bleikja, áll) í ám og vötnum.

  

• Veita ráðgjöf um veiðinýtingu og hvort auka megi veiði eða arðsemi hennar t.d. með fiskræktaraðgerðum.

  

• Stofnun er ráðgefandi varðandi lífríki og umhverfi áa og vatna, t.d. varðandi mannvirkjagerð.

  

• Stofnunin er eini aðilinn í landinu sem stundar alhliða lífríkisrannsóknir á ám og vötnum og rekur gagnagrunn um lífríki áa og vatna svo og um fiskstofna þeirra og veiðinytjar.

  

• Hlutverk stofnunarinnar er nánar skilgreint í lögum um lax og silungsveiði Nr. 76/1970 með síðari breytingum.  Lagabreytingar sem samþykktar voru á alþingi vorið 1998 skerptu á hlutverki stofnunarinnar. 

 

 

(Upplýsingar fengnar af heimasíðu Veiðimálastofnunar)