Veiðitölur

Hvað er roðflyðrusýking?

Roðflyðrusýking stafar af sníkjudýrum af ættinni Gyrodactylidae (Gyrodactylus salaris).  Tegundir af þessari ætt eru þau sníkjudýr sem valdið hafa hvað mestum skaða í fiskeldi víða um heim. Einkennandi fyrir þessi sníkjudýr er að þau fæða lifandi unga og því getur fjölgunin orðið mjög ör. Gyrodactylus herjar á laxfiska en fleiri sníkjudýr af ættkvíslinni  hafa fundist á eldisþorski, rauðsprettu og steinbít og oft valdið verulegum dauða.

 

Hvernig sýkjast laxfiskar af sníkjudýrinu?

Sníkjudýrið er tvíkynja sníkjudýr og fæðir lifandi unga. Hinsvegar geta þau ekki synt um í vatninu og því verður smit milli fiska einkum við snertingu. Þéttleikinn er mikill í fiskeldi og því er smitleiðin þar greið.

 

Hvað gerir sníkjudýrið hýslinum?

Vanalega festir sníkjudýrið sig á húðina og étur stór göt á hana. Sárin verða mörg og stór, síðan endar það með því að fiskurinn getur ekki haldið uppi jónajafnvæginu og deyr. Sumar tegundir virðast frekar sækjast eftir því að festa sig við tálknin.

 

 

 

 

Hvar lifir sníkjudýrið?

Sníkjudýrið getur eingöngu fluttst með fiski um ferskvatnskerfi  eða þar sem selta er undir  20 ppm  en  við  þær
aðstæður getur sníkjudýrið lifað í stuttan tíma 

 

Hefur þetta valdið tjóni í ám?

Sníkjudýrið hefur valdið miklu tjóni í  norskum  laxveiðiám.  Það  hélt
innreið sína til Noregs með smituðum laxaseiðum frá Svíþjóð árið 1975.  Frá norskri seiðastöð var seiðum dreift í aðrar stöðvar og í laxveiðiár.  Frá því sníkjudýrið fannst fyrst í Noregi hafa laxar sýkst í 40 laxveiðiám og 38 fiskeldisstöðvum.  Lax í Noregi er mun
viðkvæmari fyrir sníkjudýrinu en  sænskir  laxastofnar þar  sem  það hefur náttúrulega útbreiðslu.   Afleiðingin  hefur orðið  sú að  hrun hefur  átt sér stað í mörgum laxastofnum  í Noregi.  

 

Hvað er hægt að gera til að vinna á sníkjudýrinu?

Í fiskeldi í lokuðum kerfum er hægt að veita sjúkdómnum mótspyrnu með formalínböðun en í opnari kerfum eins og kvíum er það erfiðara.

Í ám hefur verið reynt að útrýma sníkjudýrinu með því að nota rotenon sem er mjög sterkt eiturefni og drepur svo til allt líf í ánni. Eftir slíkar aðgerðir verður að byggja upp vistkerfið á nýjan leik. Sníkjudýrið drepst í þurrk og frosti.

 

Getur sníkudýrið borist í lax á Íslandi?

Sníkjudýrið getur borist með innflutningi á lifandi seiðum eins og gerðist í Noreg 1975. Einnig eru líkur á að sníkjudýrið geti borist með búnaði og kjölvatni.

 

 

Heimildir

 

Björn Theodórsson

 

Upplýsingar fengnar úr;

 

Kennslurit um fisksjúkdóma eftir Ólaf Sigurgeirsson.

 

Hugsanleg áhrif eldislaxa á náttúrulega laxastofna, greinagerð eftir Valdimar Inga Gunnarson Sjávarútvegsfræðing.

Heimasíða Veiðimálastjóra

 

Myndir fengnar af vefnum http://www.toyen.uio.no/gyrodactylus/