Veiðitölur

Veiðistaðagerð

 

Ár taka sífelldum breytingum, áhrifaþættir eru fjölmargir af völdum náttuafla og manna. Veiðistaðir geta myndast, breyst eða horfið á skömmum eða löngum tíma. Einna mestar geta breytingarnar orðið við þær aðstæður þegar áin ryður sig úr klakaböndum í miklum vatnavöxtum að vorlagi.

 Mynd 1 Litla Þverá 

 

Ef veiðistaður eyðilegst eða breytist á þann hátt að ekki veiðist í

sama mæli og áður, þá er ljóst að það getur haft áhrif á skiptahlut viðkomandi landeigenda þegar næst verður farið í mat með ánna. Jafnframt er ávallt slæmt þegar góðir veiðistaðir með langa sögu breytast eða eyðileggjast. Veiðimenn eiga margir hverjir sína uppáhalds veiðistaði og hafa stundum myndast sögur, hefðir og venjur sem gefa veiðistaðnum enn meira vægi. Sumir staðirnir hafa verið meira og minna til staðar frá upphafi stangveiða í á. 

 

Lög og leyfi

Áður farið er út í veiðistaðagerð þá þarf að sækja um leyfi til Veiðimálastjóra. Fylla þarf út umsóknareyðublað vegna framkvæmda við ár og vötn, samkvæmt 43. grein laga nr.76/1970 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað vegna framkvæmda við ár og vötn á vef Veiðimálastjóra http://www.veidimalastjori.is

 

Fylgiskjöl
1. Verkfræðilegar teikningar (vegna varanlegra mannvirkja)
2. Umsögn sérfræðings varðandi áhrif á lífríkið (greiðist af framkvæmdaaðila)
3. Samþykki stjórnar veiðifélags, ef það er starfandi
4. Umsagnir náttúruverndar ríkisins, þegar hennar er krafist með lögum
5. Samþykki landeigenda
6. Önnur gögn sem styðja viðkomandi umsókn

 

Við gerð veiðistaða er mikilvægast að gefa sér góðan tíma til undirbúnings svo framkvæmdir skili tilætluðum árangri.

 

 

 

  Mynd 2

Á árum áður var stundum steypa notuð til að koma í veg fyrir

landbrot, halda á í farveg og jafnframt við veiðistaðagerð. 

Forðast á slíkt og leitast við að reyna eftir fremsta megni að láta

efni í veiðistað falla eins vel að því umhverfi sem einkennir ánna.

 

Æskilegt er að notast við samskonar grjót/efni og er að finna í ánni.

 

 Hægt er að velja um ýmsar leiðir í veiðistaðagerð en í öllum tilfellum verður að velja útfærslu í samræmi við aðstæður hverju sinni. Mismunandi er hvaða leið hentar. Í sumum tilfellum er ljóst að lagfæra þarf árlega veiðistaði, þar sem aðstæður eru erfiðar.

Hér að neðan er dæmi um mismunandi útfærslur í veiðistaðagerð. 

 


           Mynd 3 Langá á mýrum

Dæmi um veiðistaðagerð í Langá á mýrum (mynd 3). Valin er sú leið að setja grjótgarð þvert yfir ánna. Góður strengur hefur myndast eftir framkvæmd.

 

Dæmi um frágang grjótgarðs 

Ágætlega hefur reynst að setja tvöfallt stærra grjót í bland við það sem sett er í grjótgarðinn. Það heldur við það smærra og bindur garðinn betur saman.

 

  Mynd 4  (Scott D. Wenger)

 

 

 Mynd 5 Hítará

Hér á mynd 5 er dæmi um grjóti og möl er ýtt upp í garð út frá öðrum árbakkanum. Myndin er tekin í Hítará.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Mynd 6 (Scott D. Wenger) Dæmi um drög að veiðistaðagerð.

 

 

 Atriði sem þar að hafa í huga við veiðistaðagerð.

 

 

1) Meta þörfina og taka ánna út heilstætt. Gera verk- og kostnaðaráætlun.

 

2 ) Botngerð svæðis. Grófleiki botns segir oft til um straumhraða og álag á svæðinu. Ekki þýðir að setja grjót ofan á klöpp, það mun aldrei vera til friðs.

 

3) Straumhraði. Lesa þarf í straumhraða til að tryggja rétta staðsetningu. Rétt staðsett grjót getur stuðlað að því að áin, með tíð og tíma,  grafi hylji og rennur.

 

4) Bakkar. Hæð árbakka og lögun hefur töluvert að segja, þegar vatnavextir eiga sér stað þá skiptir máli að geta lesið hvernig það mun gerast innan svæðis. Þröngur djúpur farvegur hentar síður.

 

5) Vatnsmagn. Hafa í huga hve mikið vatn er í ánni svo tryggt sé að staðsetning henti í miklu og litlu vatni.

 

6) Grjótgarðar eiga ekki að "þvinga" ánna svo hún brjóti sér farleið framhjá.

 

7) Gott er að skoða fjölbreytta veiðistaði, gerða af náttúrunar hendi, þar er að finna bestu fyrirmyndirnar.

 

8) Athuga fjarlægð við næsta veiðistað svo ekki sé of skammt á milli og meta hvar mætti staðsetja nýjan veiðistað svo öll áinn sé vel nýtt. Oft eru langir kaflar í ám þar sem ekki eru veiðistaðir og getur nýr veiðistaður á slíku svæði breytt til hins betra og aukið fjölbreytni.

 

9) Æskilegt er að notast við samskonar grjót/efni og er að finna í ánni.

 

10) Reyna eftir fremsta megni að láta nýjan veiðistað falla vel inn í umhverfið

 

11) Sækja um tilskylin leyfi.

 

 

  Mynd 7

Dæmi um lygnan grunnan kafla þar útbúinn hefur verið veiðistaður með því að ýta saman efni og bæta grjóti saman við. Mynd 7 er tekin milli vatna í Svínadal.

  

 

 Mynd 8 Norðurá

Hér er dæmi um tvo bogadregna garða sem mynda veiðistað. Garðurinn fjær er lengri en sá sem er nær. Mynd 8 er tekin ofan við Munaðarnes í Norðurá.

 

 

  Mynd 9 Grímsá

Hér er sambærileg veiðistaðagerð og sést á mynd 8. Þessir bogadregnu  garðar eru í Grímsá. Ef ár ryðja sig í leysingum og skemma grjótgarða þá verður að endurtaka verkið, hinsvegar þá nýtist það grjót sem barst niður á frá grjótgörðum sem skjól fyrir seiði.

 

 

  Mynd 10 Leirá

Þegar ár valda landbroti og tún eru í hættu, þá er oft gripið til þess ráð að setja grjótvörn í rofið til að verja. Í sumum tilfellum er hægt að nýta framkvæmdina á þann hátt að samhliða er útbúinn veiðistaður. Dæmi um þetta er í Leirá, sjá mynd 10.

 

 

 Mynd 11

Hér á mynd 11 sést pýramída grjótgarður, samsettur úr 9 mistórum steinum. Þessar einigar geta verið stakar í ánni eða fleiri saman. Þessi útfærsla býður upp á marga möguleika, jafnvel samhliða með grjótgarði frá árbakka.

Vel staðsettar einingar sem eru rétt frágengnar geta varið sig vel.

 

Ásamt því að vera veiðistaður, veita grjót garðar með mismunandi útfærslum, dýrmætt skjól fyrir seiði. Má í raun segja að veiðistaðagerð sé í mörgum tilfellum jafnframt búsvæðagerð.

 

 

Björn Theodórsson