Veiðitölur

Sleppingar á smáseiðum

 

 

Smáseiðum hefur verið sleppt áratugum saman á ófiskgengan hluta vatnakerfa víða um land. Tilgangur sleppinga er að koma seiðaframleiðslu af stað á svæði/svæðum í ánni þar sem náttúrulegur laxastofn hefur ekki möguleika á að nýta sér, sökum aðgengis eða nýtir ekki af einhverjum sökum til hrygninga. Hindranir eins og ófiskgengur foss getur gert það að verkum að stórt svæði fyrir ofan nýtist ekki í seiðaframleiðslu. Til eru fjölmörg dæmi um frjósömsvæði í ám sem þannig er háttað um. Einnig geta áföll innan svæða gert það af verkum að engin framleiðsla verður á seiðum, jafnframt geta aðstæður verið á þann veg að það eru engin eða takmörkuð skilyrði til hrygningar, þó svo aðstæður séu góðar fyrir stærri seiði. 

 

Aðdragandi smáseiðasleppinga er árinu áður, þegar safnað er klakfiski úr viðkomandi á og síðar komið til fagaðila í eldisstöðvum.

 

Smáseiði til sleppinga skiptast upp í tvo flokka;

 

Sumaralin seiði

 

Stærð seiða er frá 1,5 gr. til 4 gr. en stærð seiða ræðst af eldisferli og hvað er samið um hverju sinni. Eins og nafn seiðanna gefur til kynna er um að ræða seiði alin fram á sumar. Foreldri voru kreist að hausti árinu áður og hrogn flutt í klakbakka í rennum í eldisstöð. Seiðin klöktust út  sem kviðpokaseiði um og eftir miðjan vetur. Seiði voru frumfóðruð að vori, þ.e gefið tilbúið fóður. og náðu skilgreindri sleppistærð um mitt sumar.

 

Haustseiði

Eldiferill í stöð er sá sami og hjá sumaröldum seiðum, hinsvegar eru seiði alin lengur í stöð og því töluvert stærri við sleppingu að hausti.

 

Flutningur smáseiða

 

Smáseiði til sleppinga eru flutt frá eldisstöð til viðkomandi vatnakerfis með tveimur mismunandi flutningsaðferðum.

 

Seiði flutt á bifreið með sérútbúnum flutningstank með súrefnisbúnaði.

Mynd hér að neðan sýnir bifreið með flutningskassa á kerru.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dæmi um flutningsferli með flutningskassa

Seiði eru háfuð og vigtuð úr eldisrými og sett í flutningskassa með súrefnisbúnaði. Seiðum er síðan ekið að vatnakerfi þar sem slepping á að eiga sér stað og háfuð í fötur og síðan dreift í ánna.

 

Önnur leið er sú að notast við plasthulsur, en sú leið getur oft verið farsælli en að flytja í tank. Algengt er að afgreiða sumaralin laxaseiði  með þessu móti. Sleppingar á sumaröldum laxaseiðum eru oft á svæðum sem erfitt er að komast að á ökutæki með flutningstank og því þarf oft að grípa til annara flutningsaðferða.

 

 

Dæmi um flutningsferli með plasthulsum

Seiðum er pakkað í plasthulsur í eldisstöð og síðan er ekið með seiðin að viðkomandi vatnasvæði. Ef ekki er mögulegt að aka á bifreið alla leið, þá eru pokar fluttir með öðrum ökutækjum, hestum eða einfaldlega bornir áfram af mönnum. Pokarnir eru síðan skildir eftir við árbakkan með jöfnu milli bili upp með ánni. Menn ganga síðan fljótt
að pokum og hella úr þeim yfir í fötur og síðan er seiðunum dreift á svæðið upp að næsta poka og svo framvegis. Það sem auðveldar mönnum að sleppa réttum fjölda seiða á svæðið er að fjöldi seiða í hverri hulsu er þekktur og yfirleitt sá sami í öllum ef rétt er að málum

staðið í afgreiðslu.

 

Einnig er kostur við flutning í plasthulsum að seiðin eru ekki frekar meðhöndluð með háf eða slíku, heldur er þeim einungis hellt í fötu beint úr plasthulsunni og síðan dreift með höndum. Með þessu móti er fleiri aðilum unnt að koma að verkinu sem veldur því að hlutirnir ganga hraðar fyrir sig.

Forsenda þess að dreifa seiðum í réttum magni inn á svæði er að hafa fengið ráðgjöf fagaðila um hve mikið viðkomandi svæði ber og hve ráðlegt er að sleppa hverju sinni.

 

 

 

 

 

Gönguseiði eru stundum afgreidd í plasthulsum en það er yfirleitt einungis þegar um lítið magn er að ræða. Algengasta flutningsaðferð gönguseiða er í flutningskössum.

 

 Framkvæmd pökkunar og afgreiðslu sumaralina laxaseiða:

 

Fóður er tekið af seiðum deginum áður en flutt er, eða a.m.s.k 8 klst fyrir flutning og þau svelt. Ef mögulegt er þá er gott að lækka vatnshitan á seiðunum niður í 5 til 6 gráður eða kaldar, slíkt lengir líftíma seiða í flutningi.
Ágætt er að vera búinn að útbúa plasthulsur og bönd áður en byrjað er að pakka, því pökkunin verður að ganga greiðlega fyrir sig svo ekki líði langur tími frá fyrstu pakkaðri hulsu að þeirri síðustu.
Plastið sem notað er, fæst hjá Plastos og er það í stórum rúllum. Breiddin á plastinu er 27 cm. Plasthulsa er búin til með þeim hætti að plast er dregið af rúllunni alls um 140 til 150 cm og er plastið bundið í hnút. Síðan er pokinn gerður tvöfaldur með því að draga ríflega lengd pokans og klæða utan yfir, þannig að hnúturinn verður inn í pokanum. Síðan er skorið pastið í sundur af rúllunni og brett upp á op pokans svo auðvelt sé að hella inn í hann vatni og seiðum.
Það er mismunandi hve miklu magni af seiðum er komið fyrir í hverri plasthulsu og til viðmiðunnar er gott að hafa minna magn eftir því sem seiðin eru minni að stærð. Sem dæmi má nefna að af smáum sumaröldum seiðum (c.a 2 grömm) er sett 2.5 kíló í plasthulsu.

 

En venjulega er sett um 2.7 til 2.8 kíló af  sumaröldum seiðum í
plasthulsu. Þegar sjógönguseiði eru flutt í hulsum þá er óhætt að setja 3.5 kíló af seiðum. En vissulega er allt háð flutningstíma og tekur æskilegt magn mið af aðstæðum hverju sinni.

 

Við sjálfa pökkunina á seiðunum er ágætt að tveir menn vinni verkið. Sá búnaður sem þar til við pökkun á seiðum er eftirtalinn: Plasthulsur, bönd, hlífðarpokar,vigt, háfur, fata og súrefniskútur með mæli og stuttri slöngu.

 

Framkvæmd pökkunar er á eftirfarandi hátt:

 

1) Vatn sett í fötu (c.a 10 lítrar) og fötu komið fyrir á vigt. Vigtin núlluð.
2) Seiði háfuð úr keri og hæfilegu magni seiða hellt í fötu.
3) Hellt vatni og seiðum í plasthulsu.

 

4) Slöngu úr súrefniskút stungið niður í plasthulsu og poki tæmdur af lofti.
5) Bundið lauslega með hestahnút c.a 30 cm neðan við op plasthulsu.
6) Skrúfað frá súrefniskút og plasthulsa fyllt af súrefni.
Þegar nægilegum þrýstingi hefur verið náð er slöngu kippt upp úr hulsunni og samtímis er hestahnúturinn hertur að.


7) Tryggt er með því að snúa upp á plastendann og binda um hann með bandinu einnig.

8) Tvær plasthulsur passa ofan í tómann fóðurpoka og er gott að klæða einnig utanyfir með öðrum fóðurpoka, slíkt hlífir plasthulsum og gerir einnig alla meðhöndlun auðveldari.vegna einhverjar biðstöðu, þá er ágætt að hreyfa farartækið öðru
9) Plasthulsum er komið fyrir á viðkomandi flutningstæki og er gott að láta pokana liggja á hliðinni, því að það eykur þann yfirborðsflöt sem vatn og súrefni mætast á. Það að pokarnir og innihald hristist á meðan flutningi stendur er einungis hið besta mál og tryggir blöndun vatns og súrefnis. Ef þannig ber undir í flutningum að farartæki þarf að standa kyrrt einhvern tíma af einhverju sökum, þá er mikilvægt að hreyfa pokana reglulega til að auka blöndun súrefnis og vatns.

 

Björn Theodórsson