Veiðitölur

 Fiskvegagerð

 


Fiskvegur skilgreinist sem sú aðgerð eða mannvirki sem stuðlar að uppgöngu laxfiska í vatnakerfi þar sem eru ófiskgengar hindranir eða erfitt fyrir fiska að komast leiðar.

 

 

Til eru mismunandi gerðir fiskvega;

 

 

Sprengdur fiskvegur.
Sprenging rásar um eða framhjá hindrun. eða þegar hindrun er breytt með sprengingum á þann hátt að fiskur geti eftir framkvæmdir synt eða stokkið upp hindrunina.

 

 

 

 

 

 Sprengdur fiskvegur

 

Stífla
Yfirborð árinnar neðan hindrunar er hækkað með byggingu lágrar stíflu neðar í ánni svo upphaflega hindrunin verði lægri fyrir göngufiskinn að stökkva eða synda.

 

Grjótflái (Rock-Ramp fishway)
Þessi gerð fiskvegar er einkum notuð við hindranir upp að tveimur metrum. Grjóti er raðað í fláa  niður frá hindruninni og myndast þá aflíðandi grófur botn, og svæði með minni straum og iðu sem eru mynduð í fláanum, með því að raða stórum hnullundum í raðir með vissu millibili þvert á hallan. Svona fiskvegi er líka hægt að gera í aflíðandi halla t.d. 1:20 þar sem þess gerist þörf. Þetta eru einfaldir og ódýrir fiskvegir í samanburði við aðrar tæknilegri hönnunargerðir fiskvega.

 

Þerpastigi (Weir and pool fishway, pool pass)

 

Röð tilbúinna hylja eða hólfa er mynduð milli síflugarða/veggja sem mynda einskonar "hylja þrep" fyrir fiskinn upp hindrunina. Það er mjög mikilvægt að nægjanlegt vatn flæði yfir "þrepin" svo fiskurinn þurfi síður að stökkva frá einu til annars heldur geti hann synt stöðugt upp árstrauminn sem fellur yfir þau. Vatnið í hverju hólfi eða hyl er nógu

hægfara til þess að fiskur      Þrepastigi í Laxá í Leirársveit

geti hvílst ef nauðsyn krefur. Þrepa stigar eru af tveim megin gerðum. Önnur þeirra byggir á því að vatnið falli yfir einskonar flóðgátt ofan á stífluveggnum milli hólfanna en hin á því að vatnið flæði um op á botni veggsins er aðskilur hólfin. Þessi stigagerð er fyrir meðal bratta eða um 10% hallaog er mjög viðkvæm fyrir breytingum á vatnsmagni í ám. Reyndar viðkvæmust allra gerða.

 

Denil stigi (denil fishway)
Byggist á röð hallandi rása sem gera fiski kleyft að synda yfir stíflu eða hindrun.  Fyrirstöður eru settar með reglulegu millibili innan í rásirnar til að hægja á rennsli  vatnsins.  Það eru hvíldarsvæði (tjarnir) milli hvers hluta fiskvegarins til að spara kraftana hjá göngufiskinum.  Halli og lengd fiskvegarins eru vandlega útreiknuð, og tekið mið af sundgetu ráðandi fisktegundar á staðnum.  Afstaða og hraði flæðis út úr stiganum eru mjög mikilvæg og eiga að hjálpa fiski að finna innganginn. Í hefðbundnum denilstigum er vatnshraðinn misjafn eftir fjarlægð frá botni stigans.  Vatnshraðinn er minni við botninn en yfirborðið.  Denilstiga er hægt að setja þar sem bratti er mikill eða 1:6 til 1:4 en flókin hönnun svona stiga og mikið viðhald þeirra eru helstu ástæður þess að þessi gerð er lítið útbreidd og hér á landi er einungis einn stigi af svona gerð. Denilstigar virðast þó með endurbótum hafa fengið nokkra uppreisn æru síðastliðin ár í Kanada og Bandaríkjunum en þar hafa þeir verið æ meira notaðir í kjölfar þess að góð virkni þeirra hefur verið staðfest.
  
Hallastigi (steeppass fishway) 

Þeir eru mjög áþekkir denil stigum.  Engar hvíldartjarnir
eða beygjur eru þó á þessari gerð og er hún fremur notuð við smærri hindranir.  Þessi gerð fiskvegar hefur líkt denilstigum fyrirstöður í rás sinni til að hægja á vatninu.

 

Raufarstigi (vertical slot fishway)
Er í rauninni endurbætt útfærsla á þrepastiga hönnuninni.  Þetta er líka röð hylja eða hólfa, en tvær hindranir eru við inngang hvers hólfs, og milli þeirra mjó lóðrétt rauf sem fiskurinn fer í gegn um.  Þetta er gert til þess að safna saman vatnsflæðinu sem kemur úr hólfinu.  Þrátt fyrir það er vatnið í hverju hólfi nógu hægfara til þess að fiskur geti hvílt sig.  Þegar svona fiskvegur er byggður er nauðsyn að vita

Raufarstigi í Straumfjarðará            stærð fiskitegundanna sem um

fiskveginn eiga að fara svo þeim sé í öllum tilfellum kleift að komast í gegnum raufarnar.  Svona fiskvegur er yfirleitt gerður við meðalháar hindranir allt að 6 m. og einn kostur þessarar hönnunar er sá að hægt er að breyta gömlum þrepstigum með ófullnægjandi virkni í raufarstiga. Annar kostur er sá að raufastigar eru minnst viðkvæmir allra stigagerða fyrir vatnshæðarbreytingum. Raufarstigar eru venjulega byggðir í tiltölulega lítinn halla 1:20 og reynt að hanna þá þannig að vatnshraðinn í þeim sé um 1 m/sek.  Eldri stigar (þrepastigar) voru gerðir í mun meiri halla 1:10 og jafnvel 1:5 með vatnshraða um 2,5 m/sek og með allt að sex sinnum meiri hringiðumyndun (turbulance) 
 
Blandaðar gerðir 
Sumsstaðar hafa verið byggðir fiskvegir þar sem blandað er saman fleiri en einni gerð fiskvega.  Í Finnlandi er til fiskvegur frá árinu 1993 sem er bæði denil og raufarstigi.

 
Fiskilyfta (fish lift, fish elevator)
Þessi gerð er venjulega aðeins notuð við mjög stórar hindranir (stíflur).  Í þessari hönnun er það aðdráttarflæði vatns sem beinir fiski inn í stóran skammtara sem lyftist upp og hífir fiskinn upp fyrir stífluna.  Við efri endann er hægt að sleppa fiskinum beint í ána eða setja í geymslutanka og flytja hann burt á önnur búsvæði.

 

Gangnastigar (tunnel fishways)
Norðmenn hafa komið fram með nýja útfærslu á þrepastigum.  Þá eru gerð göng í bergið framhjá hindruninni og í göngin er komið fyrir hindrunum með reglulegu millibili á samskonar hátt og þrepastigar eru uppbyggðir. Þessi gerð stiga hefur verið sett í hallann 1:10 til 1:8 og er flatarmál gangnaopsins 7-8 m2. Lengsti stigi í göngum í Noregi er um 200 m langur og er heildarlengd stigans 290 m, hæðarmunur efri og neðri hluta er 35 m. Fimm af 32 fiskvegum sem byggðir hafa verið í göngum í Noregi eru lengri en 100 m.  Ástæður þess hve æskilegt er að byggja fiskvegi í göngum er að umhverfislegum aðstæðum verði betur mætt, sérstaklega þar sem þröngir dalir með háum hömrum leyfa lítið pláss til fiskvegagerðar.  Kostnaðinn verður lægri oft á tíðum en þegar byggðir eru hefðbundnir stigar, einkum í styttri göngum þar sem magn styrkingarteina við veggi og magn steypu verður minna
en ef byggt hefði verið utan ganga. Lægri viðhaldskostnaður stiganna næst með þessu móti, þá aðallega vegna þess að komist hefur verið hjá hættu af flóðum og flóðaskemmdum og ísskemmdum á veturna.  Með byggingu gangnastiga er komist hjá landslagsbreytingum í og við fossa, sem gerir þessháttar fiskvegaframkvæmd að góðum kosti með tilliti til náttúruverndar.

 

Sikk-sakk stigi (Zig-zag passage)
Ný tegund fiskvegar sem hannaður var í Danmörku á árunum 1992-1995 til þess að fylla í gapið milli hefðbundinna fiskvega og fyrri aðferða til þess að koma fánu reki ofar úr vatnakerfum fram hjá
stíflum og öðrum hindrunum (td. framhjáhlaupum).  Þennan fiskveg geta silungar og álar nýtt sér og sennilega flestar aðrar fisktegundir sem lifa í straumvötnum að mati hönnuða.  Hann nýtist einnig ýmsum hryggleysingjum vel, og reynist betur en hefðbundnir fiskvegir til flutnings á þeirri fánu sem í ánum er.  Fiskvegurinn á að geta virkað þegar lítið er í ánum samtímis því að geta hleypt öllum fiski og smádýrum hjá hindruninni.


 

 

Hönnun fiskvega – rannsóknir
Áður en ráðist er í fiskvega framkvæmdir er í mörg horn að líta.  Fyrrum var ráðist í fiskvegagerð án þess að sértæk úttekt á slíkum framkvæmdum færi fram áður.  Í dag  er mælt með rannsóknum áður en hafist er handa við framkvæmdir. Gera þarf mat á gæðum búsvæða ofan hindrunar.  Skoða hrygningarsvæði, uppeldissvæði og veiðisvæði Á svona úttekt byggir arðsemismat áður en lagt er í byggingu laxastiga. Gera þarf arðsemisútreikning, athuga hvort áætlaður stofnkostnaður sé líklegur til að koma til baka í auknum
rekstrartekjum af ánni í kjölfar framkvæmdarinnar. Athuga þarf hvort verðmætir staðbundnir stofnar séu ofan hindrunar (urriði, bleikja), sem yrðu fyrir neikvæðum áhrifum ef laxi er hleypt upp á svæðið? (Dæmi er um einn fiskveg hérlendis sem ekki er í notkun vegna hættu á neikvæðum áhrifum lax á verðmætt urriðasvæði) ).  Gæti

bygging fiskvegar haft

Sveðjufoss í Langá á mýrum

neikvæð áhrif á útlit fossins (flúðarinnar).  Sumir hafa lagt sérstaklega áherslu á að athuga beri hitastig árinnar, straum og botnaðstæður, að  nauðsynlegt sé að kynnast hinum náttúrulegu sveiflum árinnar áður en framkvæmdir hefjast. Skoða þarf hvort hönnun fiskvegarins sé þannig að hann sé líklegur til að virka, t.d. inngangur.  Inngangur fiskvegar er einn meginþátturinn í virkni hans. Félagslega þætti þarf að skoða vandlega.  Er sátt um framkvæmdina meðal landeigenda t.d. vegna breyttrar tekjuskiptingar í kjölfar framkvæmdarinnar?  Eigendur veiðiréttar neðan hindrunar þar sem fiskvegur er fyrirætlaður mótmæla oft vegna hræðslu um að minna verði um fisk á þeirra svæði eftir fiskvegagerð.  Athugað skal hvort fossinn er friðaður eða hvort svæðið er á náttúruminjaskrá. “Í sumum tilfellum hefur bygging fiskvegar verið bönnuð í fossum sem hafa fagurfræðilegt gildi eins og lýst er í lögum um náttúruvernd” (Fyrir verkfræðinga sem hanna fiskvegi eru allar líffræðilegar upplýsingar um svæðið sem um ræðir mjög mikilvægar, hversu litlar eða ófullkomnar sem þær er eru.  Það þurfa að vera til upplýsingar um hversu mikið af fiski er að ganga í ána og hvenær, sem er mjög mikilvægt því þegar fiskurinn gengur þarf fiskvegurinn að vera virkur miðað við það  vatnsmagn sem er í ánni á þeim tíma.  Hér á landi getur það verið talsvert misjafnt eftir árstímum hvernig rennsli árinnar er og þarf það að vera tryggt að fiskvegurinn sé byggður fyrir það rennsli og vatnsmagn sem búast má við þegar laxastofn árinnar er að ganga á hrygningarstöðvarnar. Lax hefur sést stökkva yfir lóðréttar hindranir sem eru allt að 3,5 m á hæð.  Um 1962 framkvæmdi maður að nafni Stuart rannsókn á stökkhegðun lax og silungs í fossum og hindrunum.  Hvatinn til að stökkva reyndist tengdur svokallaðri standandi bylgju frá hindruninni, og fjarlægð þessarar bylgju frá hindruninni réði mikið um hvort fiskinum var kleyft að komast upp eða ekki.  Sé mikill halli á hindruninni og standandi bylgjan of langt frá hindrun nær fiskurinn ekki að stökkva alla leiðina upp.  Þó eru margir aðrir þættir er ákvarða hversu vel laxi heppnast að komast leiðar sinnar við hindranir, svo sem hlutfallið milli hæðar hindrunar og lengdar fiskvegar.  Hérlendis getur þetta hlutfall verið 1:6 – 1:10 þegar hærri hindranir eiga í hlut. Inngangur laxastiga hefur afgerandi áhrif á virkni hans.  Munni stigans má ekki vera of langt frá hindruninni þar sem laxinn leitar oftast upp strauminn þar til hann kemur að hindrun, hann ferðast ekki mikið niður ána til að leita að heppilegum stöðum til að komast upp hana aftur.  Neðra op laxastigans skyldi vera staðsett þannig að vatnsstraumurinn út um það komi út ofar í ánni en sú hindrun sem stöðvar laxinn.  Dæmi eru þó til um velheppnaða laxastiga þar sem þessi regla er brotin og bent
er þar á fiskveginn í Glanna Norðurá.  Opið verður að beinast í sömu átt og straumur vatnsins sem rennur út gerir, og athuga þarf undirstrauminn, sem í sumum tilfellum er annar en yfirborðsstraumurinn.  Mesta og minnsta vatnsmagn árinnar þarf að vera þekkt þar sem op stigans getur verið mis aðgengilegt laxi við mikinn eða lítinn straum og vatn.  Oft er bygging straumbrjóta við munna stigans til bóta.

 

 Raufarstigi í Glanna Norðurá

Efrihluta laxastiga þar sem lax fer út úr stiganum, verður að staðsetja vel með tillitil til straums árinnar og fjarlægð frá fossinum.  Þegar laxinn kemur út má hann ekki lenda í svo miklum straum að hann berist strax niður fossinn eða hindrunina sem fiskvegurinn átti að leiða fiskinn hjá.  Afstaða vatnsinntaksins í stigann hefur líka mikil áhrif á líkur þess að óæskilegir hlutir berist í stigann með reki. Sjálfur fiskvegurinn getur verið af ýmsum gerðum, en undirstöðureglan er að “deila fallhæðinni.....og hægja á vatnshraðanum, þannig að göngufiskur geti komist áfram án mikillar orkunotkunar” .  Í grunnatriðum krefst vel heppnuð ferð fiska um hindranir mikils sundhraða.  Meðan að á fari Atlantshafslaxins stendur gjörnýtir hann orkubirgðir sínar og horast.  Kynkirtlar þroskast og þá í
samhengi við þá hormónastarfssemi sem tengist mjög rýrnun sundvöðva við hrygningargöngur.  Líkamlegt ástand, aldur, þroskastig, streita, þreyta, heilsa og líkast til að nokkru leyti erfðafræðilegir hæfileikar til uppgöngu, hafa áhrif á hversu ört lax gengur í fiskvegi og hversu vel það tekst hjá honum. Öll viðbótar
orkunotkun við fossa, flúðir og fiskvegi getur orðið til þess að laxinn gangi um of á hinar takmörkuðu orkubirgðir sínar sem hann leggur upp með við byrjun hrygningargöngu. komist hefur verið  að því að hönnun fiskvega með það að marki að komast hjá mikilli orkueyðslu og streitu fiska er frumskilyrði til þess að komast hjá fisktapi í fiskveginum.  Til þess að tryggja árangursríka för fullorðinna laxa um fiskvegi, þarf vatnshraði að vera minni en 1,55 m/s.  Almennt séð var komist að því að vatnshraði innan fiskvega skyldi vera hafður á þeim hraða sem þær fisktegundir er eiga í hlut ráða við að synda án þess að þurfa að grípa til loftfirrtrar vöðvanotkunar.  Við rannsóknir á sundgetu 78 Atlantshafslaxa með meðal stirtlulengdina (fork length) 0,519 m, vatns hitastigið var 19,2 °C og 9,3°C og vatnshraði frá 1,6 – 3,2 m/s. 
Voru niðurstöðurnar þær að

 venjulegur ferðahraði lax             Skuggafoss Langá á mýrum

(average ground speed) var á bilinu 0,5-1,4 m/s og hraðinn í sprettum var 2,1-4,5 m/s.  En það er í sprettum sem loftfirrt vöðvanotkun á sér stað.  Í þeim gerðum stiga sem algengastir eru hérlendis er vatnshraði í raufum raufastiga og við milliveggi þrepastiga yfir heildina séð undir þeim hraða er fiskur notar við spretti, og vatnshraði í hólfum/hyljum milli veggjanna er sambærilegur lægri sundhraða fiska.

 

Fjöldi fiskvega á Íslandi
Á Íslandi eru 72 fiskvegir alls.  Þar af 7 í manngerðum hindrunum, 16 í náttúrulegum hindrunum sem áður voru lokaðar göngufiski tímabundið yfir árið og 49 fiskvegir eru í náttúrulegum hindrunum sem áður voru algerlega ófiskgengar.

 

Opnun búsvæða
Opnun á nýjum búsvæðum ofan og milli fiskvega í íslenskum straum- og stöðuvötnum er alls 896,9 km af ám og 38,4 km2 af stöðuvötnum. Hlutfallslega mest af ám hefur opnast ofan fiskvega í tímabundnum náttúrulegum hindrunum eða 22,6 km á fiskveg.  Á hvern fiskveg í manngerðri hindrun eða náttúrulegri algjörri hindrun hafa opnast svipað margir kílómetrar af búsvæðum í ám (9,4 og 9,6 km).  Ofan manngerðra hindrana hafa opnast um 2,5 km2 stöðuvatna á fiskveg,
í náttúrulegum hindrunum er hlutfallsleg opnun stöðuvatna á fiskveg minni en 0,5 km2. Mikið hefur verið opnað af búsvæðum laxa með fiskvegum í flestum landshlutum.  Af búsvæðum í ám er Norðurland með mesta aukningu, 321,2 km og Vesturland þar næst með 267,2 km.  Austurland kemur þar eftir með 174 km og síðan Suðurland með
124,5 km.  Vestfirðir reka lestina með 10 km aukningu.  Þau búsvæði í stöðuvötnum sem opnuð hafa verið með fiskvegum eru flest á Vesturlandi, 22,48 km2 og þar á eftir kemur Norðurland með 14,72 km2.  Á Vestfjörðum opnaðist eitt stöðuvatn sem er 1,2 km2.


Heildarbúsvæði laxa á Íslandi
Neðstu fiskvegir í ám eru af ýmsum toga, 4 í manngerðum hindrunum, 12 í tímabundnum hindrunum og 33 í algjörum hindrunum. Stærstur hluti opinna búsvæða neðan neðstu fiskvega, er neðan hindrana sem töldust náttúrulegar algjörar hindranir. Alls eru 630,4 km ársvæðis og 11,7 km2 stöðuvatna opið neðan neðstu fiskvega. Búsvæði laxa í ám án fiskvega mældust um 1156 km og um 49 km2 stöðuvatna.  Því eru alls opnir um 1786 km af ám og rúmlega 60 km2 stöðuvatna án hjálpar fiskvega. Þegar landssvæðin eru skoðuð með tilliti til þess hve stór hluti búsvæða laxa er, án hjálpar fiskvega  kemur þar fram að Suðurland og Vesturland eru mjög svipuð.  Suðurland með um 526 km af ám og um 28 km2 af vötnum, Vesturland með um 523 km af ám og 7 km2 af vötnum.  Norðurland stendur ekki langt að baki, þar mældist að búsvæði í ám væru um 438 km og um 26 km2 af stöðuvötnum.  Austurland og Vestfirðir eru ekki með stóra hlutdeild í búsvæðum.
Austurland er með um 195 km af ám og ekki voru þar mæld stöðuvötn sem búsvæði og Vestfirðir með um 104 km af ám og heldur engin stöðuvötn sem búsvæði.  Þetta lýsir betur útbreiðslusvæðum laxa en taka verður til greina að landssvæðin eru misstór.  Áhugavert er að á

 

 

Búðardalsá    

Norður og Austurlandi eru búsvæði laxa í ám neðanneðstu fiskvega meiri en opin búsvæði laxa í ám án fiskvega.  Á Norðurlandi voru mældir um 246 km áa neðan neðstu fiskvega en um 194 km í ám án fiskvega.  Á Austurlandi mældust búsvæði neðan neðstu fiskvega vera um 105 km og búsvæði í ám án fiskvega mældust um 90 km, svo
bara árnar séu skoðaðar, enda skipta þær mestu máli fyrir veiðina.  Þetta gefur til kynna að fiskvegir séu í helstu laxveiðiánum á þessum stöðum

 

Heimildir;

 

Overview and eveluation of fishways in Iceland

Sigurður Már Einarsson, Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild

      Sigurður Guðjónsson Veiðimálastofnun

(Proceedings of the Nordic Conference on Fish Passage,

 Oslo 9. -11. september 1998)

 

 

Fiskvegir á Íslandi

- fjöldi þeirra, virkni og opnun búsvæða laxa -

Aðalritgerð við Búvísindadeild Hvanneyri 1999.

Nemandi Hafdís Hauksdóttir, leiðbeinandi Sigurður Már Einarsson, Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild

 

Frekari upplýsingar og fróðleikur;

 

Fishways in Iceland

Sigurður Már Einarsson,Vmst Vesturlandsdeild og fl.

(Proceedings og the second Nordic International Symposium on Freshwater Fish Migration and Fish Passage. Evulation and development. Reykjavík Iceland 2001)

 

Ljósmyndir

Björn Theodórsson