Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
1. október 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 30. september síðastliðinn. 

 

Samantektin er seinna á ferðinni en ekki hafa borist veiðitölur úr öllum ám og í sumum tilvikum skýrist það af því að veiðihús hafa lokað og fyrir vikið er minni viðvera og tækifæri að sækja upplýsingar úr veiðibók/veiðibókum. En tölur skila sér að lokum og verða þær settar inn þegar þær berast. Alls hafa borist lokstölur úr 30 vatnakerfum og von er á fleirum fljótlega.

 

Eystri-Rangá er efst á listanum og komin í alls 8325 laxa, skilaði vikuveiðin samtals 198 löxum sem er aukning um 84 kaxa miðað við vikuna á undan. Veiðin er sú mesta frá upphafi og 852 löxum betur en mesta veiði var árið 2007 þegar alls veiddust 7473 laxar. 

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og komin í alls 2519 laxa og skilaði vikuveiðin 88 löxum.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er efst á lista þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Lokatalan er 1725 laxar.

 

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum en samtals hefur veiðst 1617 og skilaði veiðivikan 20 löxum.

 

Í fimmta sæti er Selá í Vopnafirði en þar lauk veiði í samtals 1258 löxum.

 

Villtur lax  Ljósmynd: Sumarliði Óskarsson.

Hér fyrir neðan eru 10 efstu vatnakerfin þar sem heildarveiði og vikuveiði er tilgreind.

 

 

1.   Eystri-Rangá 8328 laxar - vikuveiði 114 198 laxar. +

 

2.   Ytri-Rangá 2519 laxar - vikuveiði 88 laxar.

 

3.   Miðfjarðará 1725 laxar - Lokatala

 

4.   Affall í Landeyjum 1617 - vikuveiði 20 laxar.

 

5.   Selá í Vopnafirði 1258 laxar - Lokatala

 

6.   Haffjarðará 1126 laxar - Lokatala.

 

7.   Langá 1086 laxar - Lokatala

 

8.   Þverá og Kjarará 1060 laxar - Lokatala

    

9.   Hofsá í Vopnafirði 1017 laxar - Lokatala.

 

10. Laxá í Kjós 1015 laxar -  vikuveiði 112 laxar.

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn þegar þær berast.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 50 vatnakerfum.

 

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 7. október.

 

Athygli er vakin á því að er velkomið að senda inn lokaveiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Gott væri að fá silungsveiði og stangarfjölda með.

 

Veiðitölur eru birtar með þeim fyrirvara að við úrvinnslu veiðibóka hjá Hafro getur veiðitala breyst lítilega.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398