Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. september 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 9. september síðastliðinn. 

 

Þá hafa borist fyrstu lokatölur þetta veiðitímabilið en það eru Straumarnir í Hvítá með samtals 190 laxa og Búðardalsá á Skarðströnd með samtals 140 laxa. Lokatölur fara síðan að berast úr fleiri vatnakerfum eftir því sem á líður veiðitímabilið. En þess má geta að þó fyrstu lokatölur séu komnar þá er enn hægt að komast í laxveiði víða um landið og í nokkrum ám vel fram í október. Ein á bættist í hóp þeirra sem komnar eru yfir 1000 laxa markið en það er Haffjarðará með samtals 1036 laxa.

 

Eystri-Rangá er sem fyrr í fyrsta sæti og er komin í alls 7689 laxa, veiðin gengur vel og skilaði vikuveiðin samtals 327 löxum. Veiðin er nú orðin sú mesta frá upphafi og 216 löxum betur en mesta veiði var árið 2007 þegar alls veiddust 7473 laxar. 

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og gekk veiði vel og komin í alls 2262 laxa og skilaði vikuveiðin 182 löxum. 

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er efst á lista þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum. Veiðin gekk vel og samtals hafa veiðst 1507 laxar og skilaði síðasta veiðivika alls 100 löxum.

 

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum en þar hefur veiði gengið mjög vel og er komin í alls 1422 og skilaði veiðivikan 123 löxum.

 

 

  

Hér fyrir neðan eru 10 efstu vatnakerfin þar sem heildarveiði og vikuveiði er tilgreind.

 

 

1.   Eystri-Rangá 7689 laxar - vikuveiði 327 laxar.

 

2.   Ytri-Rangá 2262 laxar - vikuveiði 182 laxar.

 

3.   Miðfjarðará 1507 laxar - vikuveiði 100 laxar.

 

4.   Affall í Landeyjum 1422 - vikuveiði 123 laxar.

 

5.   Selá í Vopnafirði 1190 laxar - vikuveiði 52 laxar. 

 

6.   Haffjarðará 1036 laxar - vikuveiði 63 laxar.

 

7.   Þverá og Kjarará 965 laxar - vikuveiði 53.

 

8.   Urriðafoss í Þjórsá 962 laxar - vikuveiði 3 laxar.

 

9.   Hofsá í Vopnafirði 950 laxar - vikuveiði 55 laxar.

 

10. Norðurá 922 laxar - vikuveiði 60 laxar.

 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn þegar þær berast.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 49 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 16. september.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Veiðitölur eru birtar með þeim fyrirvara að við úrvinnslu veiðibóka hjá Hafro getur veiðitala breyst lítilega.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398