Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. ágúst 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 26. ágúst síðastliðinn. 

 

Eystri-Rangá er langefst á listanum og komin í alls 6791 laxa og vikuveiðin tvöfaldaðist miðað við vikuna á undan, samtals 1470 laxar.  

 

Frá árinu 2006 hefur vikuveiðin í Eystri Rangá farið þrisvar sinnum yfir 1000 laxa. Það var fyrr á þessu veiðitímabili veiðivikuna 22 júlí til 29 júlí en þá veiddust alls 1033 laxar. einnig má nefna veiðivikuna 8 júlí til 15 júlí, sem fór nálægt markinu en þá veiddust 905 laxar.

 

Eina skiptið sem veiðivikan fór yfir 1000 laxa utan þessa veiðitímabils var árið 2008 en þá veiddust 1111 laxar veiðivikuna 30 júlí til 6 ágúst 2008. Það er nokkuð ljóst að veiðin í Eystri-Rangá þetta veiðitímabilið verður sú mesta frá upphafi.

 

Nánar verður rýnt í veiðitölur.

 

1.  Eystri-Rangá 6791 laxar - vikuveiði 1470 laxar. x

 

2.  Ytri-Rangá 1820 laxar - vikuveiði 121 laxar.

 

3.  Miðfjarðará 1283 laxar - vikuveiði 81 laxar.

 

4.  Affall í Landeyjum 1192 - vikuveiði 132 laxar. 

 

5.   Selá í Vopnafirði 1022 laxar - vikuveiði 153 laxar. 

 

6.   Urriðafoss í Þjórsá 954 laxar - vikuveiði 11 laxar.

 

7.  Haffjarðará 918 laxar - vikuveiði 63 laxar.

 

8.  Hofsá í Vopnafirði 830 laxar - vikuveiði 78 laxar.

 

9.  Norðurá 829 laxar - vikuveiði 41 laxar.

 

10.  Þverá og Kjarará 826 laxar - vikuveiði 55.

 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn þegar þær berast.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 49 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 2. september.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Veiðitölur eru birtar með þeim fyrirvara að við úrvinnslu veiðibóka hjá Hafro getur veiðitala breyst lítilega.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398