Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. ágúst 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 19. ágúst síðastliðinn. 

 

Misgóð skilyrði til veiða settu mark sitt á veiðina síðustu veiðiviku og víða gekk vel en sumstaðar var óveiðandi með öllu um tíma. Síðan eru aðrir áhrifaþættir sem geta í sumum tilvikum haft afgerandi áhrif á veiði og má þar nefna Blöndu, sem komin var í 475 laxa, sem fór á yfirfall í þarsíðustu viku og engin veiði skráð þessa veiðivikuna. 

 

Jafnframt má nefna Jöklu (Jökulsá á Dal), sem er í ellefta sæti á listanum okkar með 680 laxa, en þar hefur veiði gengið afar vel og skilaði síðasta veiðivika 121 laxi. Hálslón er því miður að fyllast og styttist í yfirfall sem óhjákvæmilega breytir veiðiskilyrðum til hins verra í Jöklu. Veiðin í Jöklu er nú þegar orðin sú næst besta frá upphafi en mesta veiði var árið 2015 þegar 815 laxar veiddust. Það vantar því nú einungis 135 laxa til að jafna það met, sjáum hvað setur.

 

Eystri-Rangá er efst á listanum og komin vel yfir 5000 laxa markið með samtals 5321 laxa. Veiðin gekk vel síðustu veiðiviku sem skilaði 734 löxum. Nú þegar er þetta fjórða mesta veiði frá árinu 2006 og með þessu áframhaldi stefnir veiðin í að verða sú mesta frá upphafi.

 

 

Í öðru sæti er Ytri-Rangá með samtals 1699 laxa og skilaði síðasta veiðivika alls 150 löxum.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará með samtals 1202 laxa og skilaði veiðivikan 81 laxi. Það má geta þess að Miðfjarðará er efst þeirra vatnakerfa sem ekki byggja veiði á seiðasleppingum.

  

Í fjórða sæti er Affall í Landeyjum sem komin er yfir 1000 laxa múrinn með samtals 1060 laxar eftir góða veiðiviku sem skilaði 184 löxum. Nú þegar er veiðin orðin sú mesta frá árinu 2010 en árið 2010 veiddust samtals 1021 laxar.

 

Í fimmta sæti og nálgast 1000 laxa múrinn er Urriðafoss í Þjórsá með samtals 943 laxa og skilaði veiðivikan 42 löxum.

 

Í sjötta sæti er Selá í Vopnafirði með samtals 869 laxa. Þar hefur veiðin gengið vel og skilaði síðasta veiðivika 120 löxum.

 

Í sjöunda sæti er Haffjarðará með samtals 855 laxa og þar gengur veiðin vel. Síðasta veiðivika skilaði 102 löxum.

 

Í áttunda sæti er Norðurá með 788 laxa og skilaði síðasta veiðivika 58 löxum.

 

Í níunda sæti er Þverá/Kjarará með 771 og skilaði síðasta veiðivika 55 löxum.

 

Í tíunda sæti er Hofsá í Vopnafirði með samtals 752 laxar. Þar gengur veiðin vel og skilaði vikuveiðin 114 löxum.

 

 

1.  Eystri-Rangá 5321 laxar - vikuveiði 734 laxar.

 

2.  Ytri-Rangá 1699 laxar - vikuveiði 150 laxar.

 

3.  Miðfjarðará 1202 laxar - vikuveiði 81 laxar.

 

4.  Affall í Landeyjum 1060 - vikuveiði 184 laxar.

 

5.  Urriðafoss í Þjórsá 943 laxar - vikuveiði 42 laxar.

 

6.   Selá í Vopnafirði 869 laxar - vikuveiði 120 laxar. 

 

7.   Haffjarðará 855 laxar - vikuveiði 102 laxar.

 

8.   Norðurá 788 laxar - vikuveiði 58 laxar.

 

9.   Þverá og Kjarará 771 laxar - vikuveiði 55.

 

10. Hofsá í Vopnafirði 752 laxar - vikuveiði 114 laxar.

 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn þegar þær berast.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 49 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 26. ágúst.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398