Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. ágúst 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 12. ágúst síðastliðinn. 

 

Veiðin gekk misvel síðastliðna veiðiviku í þeim 49 veiðisvæðum umhverfis landið sem við fáum veiðitölur frá. Ekki hafa borist veiðitölur frá öllum veiðisvæðum þegar þetta er skrifað en þær tölur verða settar inn þegar tækifæri gefst. En eins og flestum er kunnungt þá hefur hressileg úrkoma víðsvegar um landið skilað sér í vatnavöxtum og sumstaðar skollituðu vatni og fyrir vikið hafa, tímabundið, skilyrði til veiða orðið lakari í sumum ám. En veiði gengur ágætlega í flestum þeim ám sem prýða efstu sætin á lista okkar eins og tilgreint er hér að neðan.

 

Eystri-Rangá er sem fyrr efst á listanum og komin vel yfir 4000 laxa markið með samtals 4587 laxa og nálgast hratt 5000 markið. Veiðin gekk vel síðustu veiðiviku sem skilaði 606 löxum. 

 

Nú þegar er ljóst að veiðin er orðin sú fimmta mesta miðað við lokatölur allt frá árinu 2006. Þau ár sem lokatölur eru hærri en núverandi staða veiði eru; árið 2013 - lokatala 4797 laxar, árið 2010 - lokatala 6280 laxar, árið 2008 - lokatala 7013 laxar og árið 2007 - lokatala 7473 laxar. Miðað við hvernig veiðin gengur þá líða ekki margir dagar þangað til að veiðin verður sú fjórða mesta frá árinu 2006.

 

 

Í öðru sæti er Ytri-Rangá með samtals 1549 laxa og skilaði síðasta veiðivika alls 164 löxum.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem fer yfir 1000 laxa markið með samtals 1121 laxi og skilaði veiðivikan 201 laxi.

 

Í fjórða sæti er Urriðafoss í Þjórsá með samtals 901 laxa og skilaði veiðivikan 27 löxum.

 

Í fimmta sæti er Affall í Landeyjum hefur farið hratt upp listann og er veiðin samtals 876 laxar eftir góða veiðiviku sem skilaði 197 löxum. Það má geta þess að alls eru leyfðar fjórar stangir sem gerir meðalveiði á stöng sl. veiðiviku alls sjö laxa á dag. Nú þegar er veiðin orðin sú næst mesta undanfarin áratug en árið 2010 veiddust samtals 1021 laxar. 

 

Af öðrum ám í efstu tíu sætum er það að frétta að veiði hefur gengið vel í Haffjarðará, Selá í Vopnafirði og Hofsá í Vopnafirði.

 

1. Eystri-Rangá 4587 laxar - vikuveiði 606 laxar.

 

2. Ytri-Rangá 1549 laxar - vikuveiði 164 laxar.

 

3. Miðfjarðará 1121 laxar - vikuveiði 201 laxar.

 

4. Urriðafoss í Þjórsá 901 laxar - vikuveiði 27 laxar.

 

5. Affall í Landeyjum 876 - vikuveiði 197 laxar.

 

6. Haffjarðará 753 laxar - vikuveiði 84 laxar.

   

7. Selá í Vopnafirði 749 laxar - vikuveiði 129 laxar.

 

8. Norðurá 730 laxar - vikuveiði 25 laxar.

 

9. Hofsá í Vopnafirði 638 laxar - vikuveiði 92 laxar.

 

10. Þverá og Kjarará 617 laxar - (05.08) Ekki borist ný veiðitala. 

 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn þegar þær berast.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 49 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 19. ágúst.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398