Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
6. ágúst 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 5. ágúst síðastliðinn. 

 

Eystri-Rangá trónir áfram á toppnum og nálgast 4000 laxa markið og gekk veiðin vel síðustu veiðiviku. Samtals hafa veiðst 3981 laxar og skilaði síðasta vika 673 löxum. Þetta er langmesta veiðin sem hefur verið skráð á þessum árstíma í Eystri-Rangá allt frá árinu 2006. 

 

Sem dæmi má nefna að mesta veiði sem hefur verið skráð var árið 2007 en þá var lokatalan alls 7473 laxar. Ef veiðin nú er borin saman við svipaðan tíma árið 2007 þá kemur í ljós að 8. ágúst 2007 höfðu veiðst 2090 laxar og fyrir vikið er veiðin þetta árið, miðað við svipaðan tíma, um helmingi meiri. Áhugavert verður að fylgjast með þróun mála.

 

Af öðrum ám í efstu tíu sætum á listanum er það að frétta að Ytri-Rangá, Norðurá og Miðfjarðará eru með svipaða vikuveiði og veiðivikuna á undan. Vikuveiðin í Selá í Vopnafirði var aðeins minni en vikuna á undan en Hofsá í Vopnafirði bætti við sig. Önnur vatnakerfi voru með lægri veiðitölu þessa veiðivikuna.

 

Athygli er vakin á að ekki hafa borist veiðitölur úr Affalli í Landeyjum en miðað við hve vel veiði hefur gengið undanfarið þá má búast við að Affallið fari ofar á listann.

 

 

1. Eystri-Rangá 3981 laxar - vikuveiði 673 laxar.

 

2. Ytri-Rangá 1385 laxar - vikuveiði 245 laxar.

 

3. Miðfjarðará 920 laxar - vikuveiði 191 laxar.

 

4. Urriðafoss í Þjórsá 874 laxar - vikuveiði 81 laxar.

 

5. Norðurá 705 laxar - vikuveiði 60 laxar.

 

6. Haffjarðará 669 laxar - vikuveiði 103 laxar.

 

7. Selá í Vopnafirði 602 laxar - vikuveiði 138 laxar.

 

8. Þverá og Kjarará 617 laxar - vikuveiði 79 laxar.

 

9. Hofsá í Vopnafirði 546 - vikuveiði 142 laxar.

 

10.  Affall í Landeyjum 516 - Ath ný veiðitala ekki kominn.

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn um leið og þær berast.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 49 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 12. ágúst.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398