Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
30. júlí 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 29. júlí síðastliðinn. Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn um leið og þær berast.

 

Veiðin hefur gengið misvel síðastliðna veiðiviku og virðist sem sólríkir bjartir dagar og úrkomuleysi hafi töluverð neikvæð áhrif þar um og má segja að skilyrðum til veiða hafi verið misskipt síðastliðna veiðiviku. Við þetta bætist í nokkrum tilvikum að veitt er á færri stengur sökum forfalla og/eða að ekki hafi tekist að selja stangir.

 

Samkvæmt veðurspá verður ekki betur séð að það sé væta í kortunum og er það vel. Ekki er ólíklegt að veiði muni gleðjast í kjölfarið.

 

Efst á listanum okkar er Eystri-Rangá en þar hefur veiðin gengið mjög vel og er veiðin komin vel yfir 3000 laxa markið. Veiðin nú er komin í samtals 3308 laxa. Veiðivikan skilaði alls 1033 löxum.

 

Ytri-Rangá er í öðru sæti og er komin yfir 1000 laxa markið en þar hafa samtals veiðst 1140 laxar og skilaði veiðivikan 136 löxum.

 

Urriðafoss í Þjórsá er í þriðja sæti og er veiðin komin í samtals 793 laxa og veiðivikan skilaði 136 löxum.

 

Í fjórða sæti er Miðfjarðará sem sækir í sig veðrið, veiðin gengið mjög vel og kominn í samtals 729 laxa og skilaði síðasta veiðivika 189 löxum.

 

Í fimmta sæti er Norðurá en þar er veiðin komin í 645 laxa og skilaði síðasta veiðivika 63 löxum.  


1. Eystri-Rangá 3308 laxar - vikuveiði 1033 laxar.

 

2. Ytri-Rangá 1140 laxar - vikuveiði 243 laxar.

 

3. Urriðafoss í Þjórsá 793 laxar - vikuveiði 136 laxar.

 

4. Miðfjarðará 729 laxar - vikuveiði 189 laxar.

 

5. Norðurá 645 laxar - vikuveiði 63 laxar.

 

6. Haffjarðará 566 laxar - vikuveiði 138 laxar.

 

7. Þverá og Kjarará 538 laxar - vikuveiði 61 laxar.

 

8. Selá í Vopnafirði 482 laxar - vikuveiði 174 laxar.

 

9. Langá 425 laxar - vikuveiði 40 laxar

 

10. Hofsá í Vopnafirði 404 - vikuveiði 128 laxar.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 48 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 5. ágúst.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398