Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
23. júlí 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 22. júlí síðastliðinn. Nú eru að berast veiðitölur fá 47 veiðisvæðum umhverfis landið og víðast hvar hefur veiðin aukist milli veiðivikna. Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verðar settar inn um leið og þær berast.

 

Eftir veiði síðustu viku er Eystri-Ranga fyrsta vatnakerfið sem fer yfir 2000 laxa markið og 275 löxum betur. Hún er sem fyrr efst á listanum og eykur forskot sitt eftir mjög góða veiðiviku sem gaf 703 laxa. Þetta er langmesta veiði sem hefur verið skráð á þessum tíma í Eystri-Rangá allt frá árinu 2006. Árið 2016, 20 júlí, höfðu veiðst 1633 laxar og er það eina árið sem kemst næst veiðinni nú á þessum árstíma.

 

Ytri-Rangá er komin í annað sætið eftir góða veiðiviku, nálgast hratt 1000 laxa markið, með alls 897 laxa og vikuveiðin var 322 laxar, sem er aukning um 75 laxa samanborið við síðustu veiðiviku.

 

Urriðifoss í Þjórsá færist niður í þriðja sætið en þar hefur veiðst alls 657 laxar og skilaði síðasta veiðivika 24 löxum. 

 

Miðfjarðará er komin í fjórða sætið en þar er veiðin komin í alls 540 laxa eftir góða veiðiviku sem skilaði 203 löxum.

 

Þverá og Kjarará er í fimmta sæti með alls 477 laxa og skilaði síðasta veiðivika 129 löxum sem er 56 löxum meira en í veiðivikunni á undan.

 

 

Hér er listi yfir tíu efstu árnar þessa veiðivikuna.

 

1. Eystri-Rangá 2275 laxar - vikuveiði 703 laxar.

 

2. Ytri-Rangá 897 laxar - vikuveiði 322 laxar.

 

3. Urriðafoss í Þjórsá 657 laxar - vikuveiði 24 laxar.

 

4. Miðfjarðará 540 laxar - vikuveiði 203 laxar.

 

5. Þverá og Kjarará 477 laxar - vikuveiði 129 laxar.

 

6.  Norðurá 475 laxar - veiðitala ekki borist.

 

7. Haffjarðará 428 laxar - vikuveiði 112 laxar

 

8. Langá 385 laxar - vikuveiði 110  laxar.

 

9. Laxá í Kjós 325 laxar - vikuveiði 122 laxar.

 

10. Selá í Vopnafirði 308 laxar - vikuveiði 171 laxar.

  

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 47 vatnakerfum.

 

Næst verður veiðitölum safnað í lok veiði miðvikudags 29 júlí. 

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398