Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
17. júlí 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 15. júlí síðastliðinn. Sökum tæknilegra vandamála birtist pistilinn seinna en vanalega og er hér með beðist velvirðingar á þeirri töf. 

 

Eftir veiði síðustu viku er Eystri-Ranga fyrsta vatnakerfið sem fer yfir 1000 laxa markið og er efst á listanum eftir mjög góða veiðiviku sem gaf 905 laxa. Ef lögð er saman vikuveiði níu af tiu efstu veiðisvæðana á listanum er heildarvikuveiðin samtals 940 laxar og lætur nærri að jafn mikið veiddist í Eystri-Rangá og hinna níu.

 

Nú eru að berast veiðitölur fá 47 veiðivæðum umhverfis landið og fyrir vikið ættu veiðitölurnar að gefa ágætis yfirlit hvernig veiði gengur á landsvísu. Skilyrði til veiða hafa verið misgóð en kærkomin rigning sem fallið hefur undanfarið ætti að skila sér í betri vatnsbúskap og lífga upp á veiðina enn frekar. En hugsanlega má búast við að vatnavextir verði slíkir að það hafi hamlandi áhrif á veiðina tímabundið. Vætunni er misskipt og hugsanlega má segja að þetta sé hálfpartinn í ökkla eða eyra ef svo má að orði komast.

 

Rýnt verður nánar í veiðitölur fljótlegai og það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig veiðin gengur en næstu veiðitölur verða teknar saman í lok veiði miðvikudagsins 22 júlí.

 

 

 

Hér er listi yfir tíu efstu árnar þessa veiðivikuna.

 

1. Eystri-Rangá 1572 laxar - vikuveiði 905 laxar.

 

2. Urriðafoss í Þjórsá 633 laxar - vikuveiði 44 laxar.

 

3. Ytri-Rangá 575 laxar - vikuveiði 247 laxar.

 

4. Norðurá 475 laxar - vikuveiði 71 laxar.

 

5. Þverá og Kjarará 348 laxar - vikuveiði 73 laxar.

 

6. Miðfjarðará 337 laxar - vikuveiði 160 laxar.

 

7. Haffjarðará 316 laxar - vikuveiði 99 laxar

 

8. Langá 275 laxar - vikuveiði 122  laxar.

 

9. Laxá í Kjós 203 laxar - vikuveiði 67 laxar.

 

10. Laxá á Ásum 188 laxar - vikuveiði 57 laxar.

 

Hér er hægt að skoða veiðitölur úr 47 vatnakerfum.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398