Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. júlí 2020

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 1. júlí. Nú hafa borist veiðitölur úr 40 vatnakerfum umhverfis landið og veiði gengur ágætlega. Vatnsbúskapur er víðast hvar góður og búa sum vatnakerfi enn að vatnsforða í þeim snjó er féll síðasta vetur. Þó er aðeins farið að minnka vatnið í sumum ám en vatnsbúskapur samt enn góður. Bjartviðri og hlýindi hafa haft áhrif á veiði sumstaðar og sólbráð hefur aðeins skolað jökullit út í sum vatnakerfi. Aðstæður til veiða það sem af er á þessu veiðitímabili hafa verið almennt góðar og eru blessunarlega gjörólíkar því sem átti sér stað í fyrra.

 

Þess ber að geta að veiðitímabilið í fyrra verður eflaust seint í minnum haft sem metár hvað mikla veiði varðar, mun frekar sem metár í bágum vatnsbúskap, háum vatnshita og lélegrar veiði víðast hvar.

 

Efst á listanum er sem fyrr Urriðafoss í Þjórsá og eftir mjög góða veiðiviku er veiðin komin í 509 laxa. Veiðin síðastliðna viku gekk mjög vel og alls veiddust 110 laxar. Þess má geta að leyfðar eru fjórar stangir á þessu veiðisvæði og því ljóst að meðalveiði á stöng er mjög góð eða sem nemur fjórum löxum á dag. Ef veiðin er borin saman við svipaðan tíma árið 2018 þá var hún alls 577 laxar 4 júlí. Alls veiddust 1320 laxar í Urriðafoss í Þjórsá árið 2018 og virðist veiðin þetta árið ganga svipað og þá.

 

Í öðru sæti er Norðurá í Borgarfirði en þar hefur veiðin gengið vel, komin í 312 laxar og skilaði síðasta veiðivika 123 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá  höfðu veiðst 55 laxar og er veiðin nú 257 löxum meiri þetta veiðitímabilið.

 

Í þriðja sæti er Þverá/Kjarará en þar hafa veiðst 241 laxar og skilaði síðasta veiðivika alls 82 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá  höfðu veiðst 91 laxar og er veiðin nú 150 löxum meiri þetta veiðitímabilið.

 

Í fjórða sæti er Eystri-Rangá en þar hafa veiðst 163 laxar og skilaði síðasta veiðivika alls 81 löxum.

 

Í fimmta sæti er Haffjarðará, þar hafa veiðst 135 laxar og veiði gengið vel. Síðasta veiðivika skilaði 90 löxum.

 

Í sjötta sæti er Ytri-Rangá en þar hafa veiðst 128 laxar og skilaði síðasta veiðivika 97 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá höfðu veiðst 93 laxar og er veiðin nú 35 löxum meiri þetta veiðitímabilið.

 

Í sjöunda sæti er Langá en þar hafa veiðst 93 laxar og skilaði síðasta veiðivika 73 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá  höfðu veiðst 35 laxar og er veiðin nú 58 löxum meiri þetta veiðitímabilið.

 

Í áttunda sæti er Laxá í Kjós en þar hafa veiðst 89 laxar og skilaði síðasta veiðivika 38 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá  höfðu veiðst 25 laxar og er veiðin nú 64 löxum meiri þetta veiðitímabilið.

 

Í níunda sæti er Blanda en þar hafa veiðst 81 lax og skilaði síðasta veiðivika 19 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá  höfðu veiðst 135 laxar og er veiðin nú 54 löxum minni þetta veiðitímabilið. Hafa ber í huga að stöngum hefur verið fækkað og nú er alfarið veitt á flugu.

 

Í tíunda sæti er Miðfjarðará en þar hafa veiðst 80 laxar og skilaði síðasta veiðivika 38 löxum. Ef borið er saman við svipaðan tíma í fyrra (03.06.2019) þá  höfðu veiðst 118 laxar og er veiðin nú 38 löxum minni þetta veiðitímabilið.

 

Hér er hægt að skoða lengri lista með veiðitölum úr 40 vatnakerfum.

 

Þess má geta að við höfum átt mjög gott samstarf á liðnum árum við alla þá sem hafa liðsinnt okkur í þessari vikulegu söfnun veiðitalna. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt og viljum við þakka kærlega fyrir þeirra framlag.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398