Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. júní 2020

Nýjar veiðitölur

Alls eru komnar veiðitölur frá 27 veiðisvæðum umhverfis landið en þó nokkrar eiga eftir að bætast við og verða með í söfnun veiðitalna næsta miðvikudag 1. júlí. Ekki hafa borist veiðitölur frá öllum veiðisvæðum en þær tölur verða settar inn þegar þær berast.

Efst á listanum okkar er Urriðafoss í Þjórsá en veiðin gekk afar vel síðustu veiðiviku og er komin í alls 399 laxa. Veiðin á svipuðum tíma í fyrra (26.06.2019) var komin í 319 laxa og árið þar áður (27.06.2018) höfði veiðst 391 laxar. Þetta er því mesta veiði af þessu veiðisvæði sem byrjaði sem samstarfsverkefni landeigenda og Iceland Outfitters og hófst sem tilraunaverkefni árið 2016 en þá var veitt á tvær stangir. Árið 2018 var stöngum fjölgað úr tveimur í fjórar og hefur þetta verkefni gengið vonum framar. 

 

Í öðru sæti er Norðurá í Borgarfirði með alls 189 laxa en veiðin hefur gengið vel og veiddust alls 81 laxar í síðastu veiðiviku. Borið saman við svipað tímabil í fyrra (26.06) þá höfðu veiðst 29 laxar og hafa því veiðst 160 laxar meira þetta veiðitímabilið. Hafa ber í huga að veiðin í fyrra leið fyrir fordæmalausar aðstæður sem einkenndust af bágum vatnsbúskap, háun vatnshita og almennt afar erfiðum aðstæðum til veiða. 

 

Laxá á bakka Ytri-Rangár.  Mynd: © Reynir Friðriksson

Hér er listi yfir tíu efstu árnar þessa veiðivikuna:

 

1. Urriðafoss 399 laxar 

 

2. Norðurá í Borgarfirði 189 laxa - vikuveiði 81 laxar.

 

3. Þverá og Kjarará 159 laxar - vikuveiði 41 laxar.

 

4. Eystri-Rangá 82 laxar - vikuveiðin 36 laxar.

 

5. Blanda 62 laxar - vikuveiðin 42 laxar.

 

6. Laxá í Kjós 51 laxar - vikuveiði 37 laxar.

 

7. Haffjarðará 45 laxar - 

 

8. Miðfjarðará 42 laxar - vikuveiði 22 laxar.

 

9. Brennan í Hvítá 41 laxar - vikuveiði 18 laxar.

 

10. Laxá í Leirársveit 35 laxar - vikuveiði 19 laxar.

 

Eins og ritað hér að ofan þá eiga eftir að berast fleiri veiðitölur en búast má við að við höfum veiðitölur úr flestum ám í næstu samantekt.

 

Þess má geta að við höfum átt mjög gott samstarf á liðnum árum við alla þá sem hafa liðsinnt okkur í þessari vikulegu söfnun veiðitalna. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt og viljum við þakka kærlega fyrir þeirra framlag.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling.is eða hringja/senda sms í síma 852-3398