Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. apríl 2020

Ályktun Veiðifélags Breiðdæla

Stjórn Veiðifélags Breiðdæla mótmælir harðlega fyrirhugaðri rýmkun á áhættumati Hafrannsóknarstofnunar á eldi með norskum laxi í opnum sjókvíum á Austfjörðum. Það mun ógna enn frekar tilvist villtra laxastofna. Reynslan af eldinu er nú þegar vond, þar sem sjúkdómar herja og alvarleg áföll vegna veðurs og slysasleppinga. Þá er þetta þvert þróunina í nágrannalöndum, t.d. í Kanada, þar sem stefnt er á að leggja af sjókvíaeldi á laxi, og í Skotlandi og Noregi er útgáfa nýrra sjókvíaeldisleyfa í uppnámi vegna hriklegrar reynslu fyrir villta stofna og lífríkið.

 

Engar nýjar forsendur eða rannsóknir liggja fyrir sem rættlæta eldisaukningu. Hér virðist taumlaus græðgi norskra eldisrisa í íslenskar auðlindir ráða för. Stjórnin skorar á Hafrannsóknastofnun að endurskoða tillögu sína, draga úr eldinu fremur en að auka og vernda íslenska náttúru í stað þess að skaða.

 

Hér er hægt að sækja ályktun sem pdf-skjal.