Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
31. mars 2020

Veiðitímabilið að hefjast

Veiðitímabilið er rétt handan við hornið en það hefst 1. apríl næstkomandi. Eflaust munu margir nýta tækifærið og fara til silungsveiða eftir að haf beðið frá því að veiðitímabili lauk síðastliðið haust. Sumir hafa stytt biðina með veiðum gegnum ís en nú hyllir undir að hægt sé að taka fram stöngina á ný.

 

Eins og ávallt þá er það veðrið sem hefur töluverð áhrif á veiði og þótt hlýnað hafi lítilega undanfarið þá virðist sem vetur konungur mæti í fullum skrúða í upphafi veiðitíma með kólandi veðri og snjókomu víða um land. Það er því um að gera að fylgjast vel með veðurspá enda er allra veðra von á þessum tíma árs eins og rysjótt tíð undanfarið hefur sýnt fram á.

 

Það við hæfi að minna á Veiðikortið sem nú hefur sitt sextánda starfsár og notið mikilla vinsælda frá upphafi. En á vef Veiðikortsins kemur fram "Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki.

 

 

Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Nú gefst fólki loksins kostur á að stoppa við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum".

 

Hér er hægt að sækja nánari upplýsingar um veiðikortið 2020.