Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. febrúar 2020

Framleiðslusvæðin litagreind

Í fyrsta sinn verður dregið úr fiskeldi á svæðum í Noregi samkvæmt umferðarljósakerfi fiskeldisins. Þau svæði sem eru á rauðu ljósi eru tvö og þar þarf að draga úr framleiðslunni um alls 9.000 tonn vegna laxalúsar. Tvö framleiðslusvæði eru á gulu ljósi og þar verður framleiðslan óbreytt en grænu svæðin eru níu. Þar geta fiskeldisfyrirtæki keypt framleiðsluleyfi. Alls má gera ráð fyrir að vöxtur í greininni á grænu svæðunum geti orðið um 33.000 tonn á ári samkvæmt umferðarljósakerfinu.

 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson

Þetta er í annað sinn sem framleiðslusvæðin í Noregi eru litagreind en í fyrsta sinn sem draga þarf úr framleiðslugetunni vegna laxalúsar.

 

Leyfi til aukinnar framleiðslu á grænu svæðunum verða seld í tveimur umferðum; fyrst gegn föstu verði sem er 156.000 NOK fyrir tonnið, og síðan verða leyfi boðin upp.

 

Sex prósent framleiðsluaukningarinnar á grænu svæðunum verða boðin upp og eitt prósent aukningarinnar verður selt á föstu verði. Ráðgert er að útboðið verði haldið fyrir sumarbyrjun.

 

Þessa frétt er að finna á vef Fiskifrétta en þar er hægt að sjá viðkomandi kort með litgreiningu þar sem kemur fram núverandi ástand framleiðslusvæðanna.