Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
5. febrúar 2020

Rifa á sjókví í Dýrafirði

Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish greinir frá því á vef sínum að rifa hafi fundist á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði um helgina. Rifan fannst á 20 metra dýpi við reglubundið eftirlit á laugardag. Fiskistofu var tilkynnt um atvikið og viðbragðsáætlun virkjuð. 

Á vef Arctic Fish segir að meðalþyngd þeirra laxa sem eru í kvíum fyrirtækisins sé nú um 2,4 kílógrömm. Um 170 þúsund laxar eru í kvínni. Þá segir að laxarnir haldi sig að jafnaði ofar en 20 metra þar sem fóður kemur ávallt til þeirra að ofan. Fyrirtækið segir ekkert benda til þess að laxar hafi sloppið úr kvínni, og hegðun laxanna hafi verið eðlileg við fóðrun.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is