30. nóvember 2019
Könnun - Flundra á Íslandi
Theresa Henke er doktorsnemi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Hún er að vinna að verkefni er lýtur að því að rannsaka flundru á Íslandi, en flundra er flatfiskur sem hefur aðeins fundist á landinu síðan árið 1999.
Á meðal markmiða rannsóknarinnar er að skilja vistfræði flundrunnar, t.d., hvernig barst flundra til landsins og hver er dreifing hennar um landið er í dag og fl.

Theresa er með könnun í gangi og öllum þeim sem hafa áhuga á stangveiði er velkomið að taka þátt enda eykur góð svörun mjög marktæki rannsóknarinnar. Það tekur aðeins 10-15 mínutur að svara könnuninni.
Hér er bein vefslóð á könnun en þar er jafnframt hægt að lesa meira um verkefnið.