Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. nóvember 2019

Eldislax sleppur úr ISA sýktu fiskeldi

Nýverið slapp eldislax úr kvíum fyrirtækisins SalMar sem er með kvíeldi við Harstad í norðurhluta Noregs. Athygli vekur að samhliða því sem SalMar tilkynnti yfirvöldum um að eldislax hefði sloppið úr kvíum þá var jafnframt tilkynnt að grunur leiki á að þessi sami eldislax sé smitaður af ISA (Infectious salmon anaemia). 

ISA eða blóðþorraveiki er vírussjúkdómur sem veldur blóðþurrð hjá laxi og dregur hann til dauða. Eftir úttekt kom í ljós rifa á neti eldiskvíar sem fyrirtækið lagaði, jafnframt var farið í aðgerðir til að veiða þann fisk sem slapp en það hefur einungis skilað fjórum eldislöxum. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum þá var meðalþyngd eldislaxa um fjögur kíló í þessari kví sem rifnaði en ekki er ljóst hve mikið af eldislaxi slapp. 
 
Þessa frétt er að finna á vefnum SalmonBuisness.