Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. nóvember 2019

Seiðaeldi í ós sjóbirtingsár

Umfang framkvæmda og tilgreindar mótvægisaðgerðir eru þess eðlis að umhverfisáhrif verði óveruleg sé þeim fylgt eftir, segir skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss varðandi áformað eldi á 100 tonnum af laxaseiðum í stöð Laxa á Fiskalóni. „Frárennsli stöðvarinnar deilir ós með Varmá/Þorleifslæk og Ölfusá og þar fara um þúsundir laxfiska – lax, sjóbirtingur og sjóbleikja – á hverju ári.

 

 

 

Því er mikilvægt að ristar og sleppigildrur séu ávallt í lagi til að koma í veg fyrir blöndun eldisfiska við villta fiska,“ undirstrikar nefndin þó. „Ristar/sleppigildrur skulu vera við hvert ker sem og í sameiginlegu frárennsli stöðvarinnar.“


 

Þessa frétt er að finna í Fréttablaðinu og á vef Fréttablaðsins