Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. nóvember 2019

Vísar úrskurðinum aftur til Landsréttar vegna annmarka

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Landsréttar um að vísa frá máli Náttúruverndar 2, félags veiðiréttarhafa í Haffjarðará á Snæfellsnesi, gegn Löxum fiskeldi ehf. og Matvælastofnun vegna sjókvíaeldis í Reyðarfirði. Málinu er vísað aftur til Landsréttar vegna tæknilegra annmarka á úrskurðinum.
 

Landsréttur vísað málinu frá Héraðsdómi, þar sem Laxar fiskeldi ehf. og Matvælastofnun voru sýknuð. Veiðiréttarhafarnir vilja að rekstrarleyfi sjókvíaeldisins í Reyðarfirði verði afturkölluð og halda því fram að laxeldið skapi hættu fyrir villta laxastofna og lögvarða hagsmuni sína.

 

Allir nema MAST áfrýjuðu

Laxar fiskeldi ehf. áfrýjuðu dómi héraðsdóms eins og veiðiréttarhafarnir, en Matvælastofnun gerði það ekki. Matvælastofnun krafist þess fyrir Landsrétti þegar áfrýjunin var tekin fyrir að málinu yrði vísað frá eða dómur héraðsdóms staðfestur. Þá var farið fram á að veiðiréttarhafarnir myndu borga málskostnaðinn fyrir Landsrétti.

 

Landsréttur vísaði svo málinu frá héraðsdómi með úrskurði og gerði veiðiréttarhöfunum að greiða bæði Löxum fiskeldi og Matvælastofnun tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Hæstiréttur telur þetta hafa verið annmarki á úrskurði Landsréttar, því Matvælastofnun hafði ekki gagnáfrýjað málinu og hafði aðeins farið fram á að málskostnaður fyrir Landsrétti yrði greiddur úr vasa veiðiréttarhafanna.

 

Landsréttur fór út fyrir kröfur

Í dómi Hæstaréttar segir: „Með þessu fór Landsréttur út fyrir kröfu varnaraðilans Matvælastofnunar um málskostnað, auk þess sem ekki gat komið til álita að dæma varnaraðilanum málskostnað í héraði, þar sem málinu hafði ekki verið gagnáfrýjað af hans hálfu.“

 

„Er þetta slíkur annmarki á hinum kærða úrskurði að óhjákvæmilegt er að ómerkja hann og vísa málinu til Landsréttar til löglegrar meðferðar.“ Allur kærumálskotnaður fellur niður.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is