Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
18. nóvember 2019

Útboð Efri-Haukadalsá – framlengt

Veiðifélagið Haukar, sem er veiðifélag Efri-Haukadalsár (ofan vatns) í Haukadal, í Dalabyggð framlengir hér með tilboðsfrest í veiðirétt í ánni fyrir næstu ár, fyrst 2020.  Heimilt er að veiða á 2 stangir í senn.  Veiðihús er við ána sem fylgir leigumála.  Sérstaklega verður horft til fiskiræktar og umgengni um ána. 
 
 

 

Allar frekari upplýsingar veitir Reynir Guðbrandsson, sími 8619952, e-mail efrihauka@gmail.com.  Tilboðum skal skilað til Reynis Guðbrandssonar, Jörva, 371 Búðardal, eigi síðar en 10. desember 2019.  Tilboð verða opnuð 12. desember.
Stjórn Veiðifélagsins Haukar