Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
6. nóvember 2019

Myndin Artifishal sýnd í Borgarbíó Akureyri

SUNN og vinir  bjóða í náttúrubíó á miðvikudaginn kemur 6.nóvember í Borgarbíói á Akureyri kl.16.15!

Við sýnum myndina "Artifishal" sem framleidd er af Patagonia og fjallar um áhrif manna á villta laxastofna. Jón Kaldal frá Icelandic Wildlife Fund verður með okkur og hefur umsjón með umræðum í kjölfar sýningar. Sýningin myndarinnar er styrkt af Stangveiðifélagi Akureyrar og Landssambandi Veiðifélaga.

 

Viðburðurinn hefst klukkan 16.15 en gera má ráð fyrir að myndin hefjist upp úr 16.30. Velkomið að laumast inn eftir það.

Vonandi sjá sér sem flestir fært að koma.
 
Bein vefslóð á viðburð hér.