Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. september 2019

Nýr framkvæmdastjóri Landssambands Veiðifélaga

Elías Blöndal Guðjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann tekur við af Árna Snæbjörnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri landssambandsins frá árinu 2003.

 

Elías hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bændahallarinnar ehf. frá árinu 2016 og mun áfram gegna því starfi samhliða vinnu fyrir landssambandið. Elías er lögfræðingur og hefur meistarapróf frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði hjá Bændasamtökum Íslands frá 2010-2016 og sat í stjórn Hótel Sögu ehf. frá 2014-2018. Elías rak jafnframt eigið fyrirtæki í sölu veiðileyfa frá 2010-2016.

 

Um leið og Árna Snæbjörnssyni er þakkað fyrir störf sín í þágu sambandsins er nýr framkvæmdastjóri boðinn velkominn.

 

2. september 2019,

Jón Helgi Björnsson,

formaður Landssambands veiðifélaga.