Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. ágúst 2019

Gat kom á sjókví í Tálknafirði

Gat á nótarpoka sjókvíar hjá Arnarlaxi við Laugardal í Tálknafirði uppgötvaðist á föstudag. Gatið er um 7 sinnum 12 sentimetrar að stærð og er á tveggja metra dýpi. Enginn lax úr sjókvínni hefur veiðst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
 

Gatið á kvínni uppgötvaðist við skoðun kafara og er búið að gera við það. Um 179.000 laxar voru í henni og er meðalþyngd þeirra 280 grömm. Atvikið er til skoðunar hjá Matvælastofnun og ætla eftirlitsmenn stofnunarinnar að skoða aðstæður hjá Arnarlaxi og fara yfir viðbrögð fyrirtækisins, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nótarpokinn var heill við eftirlit 6. ágúst.

 

Lögð voru út net á vegum Arnarlax í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort laxar hafi sloppið út. Enginn lax hafði veiðst í netin þegar þeirra var vitjað á laugardag og sunnudag og hefur veiðiaðgerðum verið hætt. 
 
Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is