Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. ágúst 2019

Biðja fólk um að þvo bíla sína ekki heima

Bílaþvottur með efnum við heimahús mengar ár, vötn og strandsjóinn í Reykjavík. Þrjú nýleg dæmi um slíka mengun urðu þegar olía barst í settjörn við Hólahverfi í kjölfar umferðaróhapps, mjólkurlitt vatn rann eftir Grófarlæk út í Elliðaár og sápufroða sem barst eftir ofanvatnslæk niður í Grafarvog.
 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að finna uppruna slíkrar mengunar en af gefnu tilefni vill eftirlitið vekja athygli borgarbúa á því að allt sem fer í niðurföll á bílaplönum íbúðarhúsa og gatna fer í regnvatnslagnir þar sem tvöfalt kerfi er og þaðan í ár, vötn og strandsjó. 

 

 

Heilbrigðiseftirlitið segir því í pistli á vef Reykjavikurborgar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur. Ryk mengað af þungmálmum, krabbameinsvaldandi efni og nanoefni geta komst út í náttúruna þegar bílar eru þvegnir. Heilbrigðiseftirlitið hvetur fólk til að nota minna af sápuefnum og vo bílinn frekar á bílaplönum en heimavið. Á bílaplönum séu síur sem taka við óæskilegum efnum.
 
Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is