Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
1. ágúst 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 31. júlí síðastliðinn. 

 

Þetta veiðitímabil verður líklega metár í veiði og veiðimönnum minnisstætt en því miður verður það væntanlega á öðrum forsendum en menn hefðu kosið. Ef við skoðum þau vatnakerfi sem nú prýða tíu efstu sætin á listanum okkar þá hafa samtals veiðst 5789 laxar en á nánast sama tíma í fyrra (01.08.2018) var veiðin í þessum sömu vatnakerfum samtals 10971 laxar og er því veiðin nú 5182 löxum færri en í fyrra. Ef Eystri-Rangá og Ytri-Rangá, sem byggja einna mest á sleppingu gönguseiða, eru teknar út úr þessum samanburði verður niðurstaðan enn óhagstæðari.

 

      

Efst á listanum er sem fyrr Eystri-Rangá með 1349 laxa og skilaði síðasta veiðivika 166 löxum en minni veiði þessa veiðivikuna má skrifa á grugg sem hefur gert aðstæður til veiða erfiðari en ella.

 

Í öðru sæti á listanum er Urriðafoss í Þjórsá sem komin er í 680 laxa og skilaði síðasta veiðivika 44 löxum.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará með 647 laxa en þar gengur veiði ágætlega og skilaði síðasta veiðivika 154 löxum sem er aðeins minni vikuveiði en síðast.

 

Í fjórða sæti er Ytri-Rangá með samtals 628 laxa og skilaði síðasta veiðivika 161 löxum.

 

Í fimmta sæti er Selá í Vopnafirði en þar hefur veiði gengið mjög vel, samtals 606 laxar og skilaði síðasta veiðivika 232 löxum.

 

Í ljós þess að víðast hvar er veiði mun minni en öllu jöfnu og hve erfiðar aðstæður hafa verið til veiða, sérstaklega í dragám þá er vert að hafa í huga að nýverið sendi Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna frá sér áskorun til veiðifélaga og stangveiðimanna. Þar kemur fram að ljóst sé að laxagöngur eru litlar í sumar og er hvatt til þess að veiðifélög og stangveiðimenn gæti hófsemi í veiði og að sleppa sem flestum löxum aftur eftir veiði. 

 

Fram kemur í áskorun að "Það sem í okkar valdi stendur er að gæta þess að ávalt sé nægilega stórir hrygningarstofnar til að nýta þau búsvæði sem í ánum eru til seiðaframleiðslu. Miðað við núverandi aðstæður er ljóst að hrygningarstofnar haustsins verða með minnsta móti og hvetur Hafrannsóknastofnun veiðimenn og veiðiréttarhafa til að gæta hófs við veiðar og sleppa sem allra flestum löxum sem veiðast til að hrygningarstofn haustsins verði sem stærstur. Annars er hætta á að sá seiðaárgangur sem undan þeim kemur verði einnig smár og veiðiþol laxastofna minnki enn frekar."

 

Hér er hægt að lesa áskorun í heild sinni.

 

Hér fyrir neðan eru tíu efstu vatnakerfin. Til fróðleiks þá er veiði borin saman við svipaðan tíma í fyrra og í sviga má sjá hve miklu munar. 

 

1.  Eystri-Rangá 1349 laxar - vikuveiði 166 laxar. (-18)

 

2.  Urriðafoss í Þjórsá 680 laxar - vikuveiði 44 laxar. (-358)

 

3.  Miðfjarðará 647 laxar - vikuveiðin 154  laxar. (-775)

 

4.  Ytri-Rangá 628 laxar - vikuveiði 161 laxar. (-921)

 

5.  Selá í Vopnafirði  606 laxar - vikuveiði 232 laxar. (-100)

 

6.  Blanda 480 laxa - vikuveiði 155 laxar. (-291)

 

7.  Þverá/Kjarará 421 laxar - vikuveiði 66 laxar. (-1554)

   

8.  Elliðaárnar 351 laxar - vikuveiði 48 laxar. (-333)

 

9.  Hofsá og Sunnudalsá 325 laxar - vikuveiðin 93 laxar. (-59)

 

10. Haffjarðará 302 laxar - vikuveiði 46 laxar. (-773)

 

  

Hér er hægt að skoða lengri lista með veiðitölum úr tæplega 50 vatnakerfum. Sjá nánar hér. 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verða settar inn þegar þær berast.

 

Athygli er vakin á að velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari. Gott er að láta stangarfjölda fylgja og veiði á silung er auðvitað vel þegin.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling eða hringja/senda sms í síma 852-3398