Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. júlí 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 24. júlí síðastliðinn. 

 

Það er að bera í bakkafullann lækinn, ef svo má að orði komast, að minnast á bágan vatnsbúskap sem hefur hamlað uppgöngu laxa og valdið erfiðum aðstæðum til veiða og þá sérstaklega í dragám. Hinsvegr búa sum vatnakerfi við öruggari vatnsbúskap og það kemur vel fram í veiðitölum. Víðast hvar hefur veiði hefur tekið kipp um leið og úrkoma hefur hresst upp á vatnsbúskapinn en minnkað þegar þurrkatíð og sólbjartir dagar ráða ríkjum á ný.

 

 

Mjög góð veiði hefur verið í Eystri-Rangá undanfarið en hún er fyrsta vatnakerfið sem fer yfir 1000 laxa þetta veiðitímabilið. Veiðin er komin í 1183 laxa eftir afar góða veiðiviku sem skilaði 497 löxum. Ef tölur eru bornar saman við svipaðan tíma í fyrra þá er veiðin nú 113 löxum meiri.

 

Urriðafoss í Þjórsá heldur öðru sæti en þar er veiðin komin í 636 laxa og skilaði veiðivikan 76 löxum sem er aukning miðað við veiðivikuna á undan.

Góð veiði var Miðfjarðará síðustu veiðiviku og heldur hún þriðja sætinu á listanum með 493 laxa og skilaði síðasta veiðivika 186 löxum.

 

Í fjórða sæti er Ytri-Rangá og var góð veiði síðust veiðiviku en þar er veiðin komin í 467 laxa og síðasta veiðivika skilaði 176 löxum. 

 

Selá í Vopnafirði færist úr áttunda sæti í það fimmta eftir góða veiðiviku. Veiðin er komin í 374 laxa og skilaði veiðivikan 170 löxum. Athygli vekur að alls hafa veiðst sex hnúðlaxar í Selá þetta veiðitímabilið.

 

Sjá nánar hér fyrir neðan. 

Hér fyrir neðan eru tíu efstu vatnakerfin

 

1.  Eystri-Rangá 1183 laxar - vikuveiði 497 laxar.

 

2.  Urriðafoss í Þjórsá 636 laxar - vikuveiði 76 laxar.

 

3.  Miðfjarðará 493 laxar - vikuveiðin 186  laxar.

 

4.  Ytri-Rangá 467 laxar - vikuveiði 176 laxar.

 

5. Selá í Vopnafirði  374 laxar - vikuveiði 170 laxar.

 

6. Þverá/Kjarará 355 laxar - vikuveiði 104 laxar.

 

7.  Blanda 325 laxa - vikuveiði 60 laxar.

 

8.  Elliðaárnar 303 laxar - vikuveiði 66 laxar.

 

9.  Haffjarðará 256 laxar - vikuveiði 71 laxar.

 

10.  Hofsá og Sunnudalsá 323 laxar - vikuveiðin 106 laxar.

 

Hér er hægt að skoða lengri lista með veiðitölum úr tæplega 50 vatnakerfum. Sjá nánar hér. 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verða settar inn þegar þær berast.

 

Athygli er vakin á að velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari. Gott er að láta stangarfjölda fylgja og veiði á silung er auðvitað vel þegin.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling eða hringja/senda sms í síma 852-3398