Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
18. júlí 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 17. júlí síðastliðinn. 

 

Þó viðvarandi þurrkatíð og sólbjartir dagar hafi ráðið ríkjum vikum saman og hamlað veiði þá náði smá úrkoma í síðustu viku að skila sér í árnar og lífgaði upp á veiði í kjölfarið um tíma. Töluverða úrkomu vantar sumstaðar til að færa vatnsbúskap í gott horf en einhver rigning er í kortunum næstu daga. Vonandi skilar sú væta sér ekki aðeins ofan í þurran jarðveg heldur einnig í betri vatnsbúskap sem víða er enn bágborinn.

 

Eystri-Rangá er komin í fyrsta sæti með 686 laxa eftir mjög góða veiðiviku sem skilaði 281 löxum. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 555 laxar og er veiðin nú 131 laxi meiri. Veiði gengur vel og aðstæður ágætar.

 

Í öðru sæti er Urriðafoss í Þjórsá sem hefur verið efst á listanum vikum saman en þurfti að víkja fyrir Eystri-Rangá eftir veiði síðustu viku. Veiðin er komin í alls 560 laxa og gaf vikuveiðin 58 laxa.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er komin með alls 307 laxa og skilaði síðasta veiðivika 105 löxum.

 

Í fjórða sæti er Ytri-Rangá þar sem veiðin er komin í 291 lax og skilaði veiðivikan 127 löxum.

 

Sjá nánar hér fyrir neðan. 

Hér fyrir neðan eru tíu efstu vatnakerfin

 

 

1.  Eystri-Rangá 686 laxar - vikuveiði 281 laxar.

 

2.  Urriðafoss í Þjórsá 560 laxar - vikuveiði 58 laxar.

 

3.  Miðfjarðará 307 laxar - vikuveiðin 105  laxar.

 

4.  Ytri-Rangá 291 laxar - vikuveiði 127 laxar.

 

5.  Blanda 265 laxa - vikuveiði 90 laxar.

 

6.  Þverá/Kjarará 251 laxar - vikuveiði 49

 

7.  Elliðaárnar 237 laxar - vikuveiði 84 laxar.

 

8.  Selá í Vopnafirði 204 - vikuveiðin

 

9.  Haffjarðará 185 laxar - vikuveiði 52 laxar.

 

10.  Laxá í Aðaldal 126 laxar - vikuveiðin 42 laxar.

 

Hér er hægt að skoða lengri lista með veiðitölum úr tæplega 50 vatnakerfum. Sjá nánar hér. 

 

Ekki hafa borist veiðitölur úr öllum vatnakerfum en þær verða settar inn þegar þær berast.

 

Athygli er vakin á að velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari. Gott er að láta stangarfjölda fylgja og veiði á silung er auðvitað vel þegin.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling eða hringja/senda sms í síma 852-3398