Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
11. júlí 2019

Nýjar veiðitölur

Orðið sólríkur er skilgreint í orðabók sem baðaður í sólskini og orðið sólskinsskap mjög gott skap. En úrkomuleysi þetta sumarið með tilheyrandi þurrð og sólskinsbjartir dagar er hugsanlega að gleðja marga landsmenn, til dæmis þá er leggja stund á golf en ekki beinlínis það sem laxveiðimenn gleðjast yfir.

 

Sem fyrr er það vatnsbúskapurinn sem víða hefur veruleg áhrif á veiði og margar ár eru langt undir þeim veiðitölum ef miðað er við veiðitölur á svipuðum tíma undanfarin veiðitímabil. Veiðitölur síðustu viku vitna aðalega um bágan vatnsbúskap og erfiðar aðstæður til veiða.

 

Áfram er Urriðafoss í Þjórsá efst á listanum með 502 laxa og vikuveiði var 75 laxar. Þar sem þetta er fremur nýtt veiðisvæði þar sem veitt er á stöng, þá er ekki hægt að bera saman mörg ár aftur í tímann. Á svipuðum tíma í fyrra (11.07.2019) höfðu veiðst 718 laxar og er veiðin nú 216 löxum minni.

 

 

Eystri-Rangá er áfram í öðru sæti og bætir vel við sig eftir vikuna en þar hafa veiðst 405 laxar og vikuveiði var 170 laxar. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 216 laxar og veiðitímabilið 2017 höfðu veiðst 145 laxar. Veiðin nú er því mun betri en undanfarin tvö ár.

 

Í þriðja sæti er Miðfjarðará sem er komin í 202 laxa og vikuveiðin 75 laxar. Veiðin nú töluvert minni ef borið er við veiðina í fyrra

 

Sjá nánar hér fyrir neðan. 

Hér fyrir neðan eru tíu efstu vatnakerfin

 

1.  Urriðafoss í Þjórsá 502 laxar - vikuveiði 75 laxar.

 

2.  Eystri-Rangá 405 laxar - vikuveiði 170 laxar.

 

3.  Miðfjarðará 202 laxar - vikuveiðin 84 laxar.

 

4.  Blanda 175 laxa - vikuveiði 40 laxar.

 

5.  Ytri-Rangá 164 laxar - vikuveiði 71 laxar.

 

6.  Elliðaárnar 153 laxar - vikuveiði 72 laxar.

 

7.  Þverá/Kjarará 140 laxar - vikuveiði 49

 

8.  Haffjarðará 133 laxar - vikuveiði 42 laxar.

 

9.  Brennan 122 laxar - vikuveiðin 15 laxar.

 

10.  Laxá í Aðaldal 114 laxar - vikuveiði 44 laxar. 

 

 

Hér er hægt að skoða lengri lista með veiðitölum úr tæplega 50 vatnakerfum. Sjá nánar hér. 

 

Athygli er vakin á að velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok veiði miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari. Gott er að láta stangarfjölda fylgja og veiði á silung er auðvitað vel þegin.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling eða hringja/senda sms í síma 852-3398