Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. maí 2019

Nám í veiðileiðsögn

Ferðamálaskóli Íslands bauð upp á nám fyrir áhugasama aðila sem vildu gerast leiðsögumenn innlendra og erlendra veiðimanna í ám og vötnum landsins. Námið hófst 6 mars og boðið var upp á fjölbreytt efni sem gefur innsýn í grunnatriði og ítarlegri þætti er varða veiðileiðsagnarþjónustu. Sérfróðir leiðsögumenn kenndu undirstöðuatriði stangveiða og sérfræðingar miðluðu fróðleik um fiskana er við sögu koma og vistfræði þeirra. Meðal kennsluefnis sem var boðið upp á voru undirstöðuatriði er varða líffræði og lífshætti íslenskra ferskvatnsfiska. Meðal annars var fjallað um árstíðabundnar göngur fiska, gönguhegðun þeirra í ferskvatni og sjó og samspil þátta er koma við sögu. Það var farið er yfir þætti er varða umgengni leiðsögumanna við veiðimenn allt frá móttöku þeirra, til veiðanna og annara ráða er varða dvöl í veiðihúsum. Jafnframt var boðið upp á Skyndihjálp og áfallahjálp þar sem litið var sérstaklega til þátta er tengjast hættum við ár og vötn.

Veiðileiðsögumenn í fögru umhverfi Ytri-Rangár.
 

Þátttaka var mjög góð og frábær hópur 25 áhugasamra aðila mætti á fjölbreytta fyrirlestra en náminu lauk helgina 11-12 maí sl. en þá var farið í tveggja daga ferð í Ytri Rangá þar sem tekið var fyrir kasttækni með einhendum og tvíhendum. Farið var yfir handtök er varða frágang á afla eftir veiði, blóðgun og flökun á fiski. Samhliða var farið yfir grunnþætti sem varða meðhöndlun fiska með hliðsjón af "veiða og sleppa" veiðihættinum.

 

Leiðbeinendur í námi í veiðileiðsögn voru:

 

Þröstur Elliðason, fiskeldisfræðingur - Strengir.

Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur – Laxfiskar.

Jóhannes Hinriksson, rekstrarstjóri – Ytri Rangá.

Reynir Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur.

Björn Rúnarsson, Vatnsdalsá.

Björn Theodórsson, fiskeldisfræðingur og leiðsögumaður.

Kristinn Helgason, Landsbjörg.

Sr. Bragi Skúlason, Landspítalinn.

 

Þess má einnig geta að Árni Snæbjörnsson framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga hélt áhugavert erindi um samtökin.

 

Í ljósi þess hve vel tókst til þá er stefnt á að halda annað námskeið þegar fram líða stundir og er áhugasömum bent á að hafa samband við Friðjón í síma 898-7765 eða með tölvupóst fs@menntun.is.

 

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru á bökkum Ytri Rangár helgina 11-12 maí sl.

 

Nemar í veiðileiðsögn árið 2019

 

 

Góð aðstaða til að æfa fluguköst

 

 

Reynir Friðriksson leiðbeinir með fluguköstin

 

 

Flökunarhnífinum beitt. Þátttakendur fengu leiðsögn í verkun aflans

 

Hér eru eldri fréttir af námi í veiðileiðsögn.

 

Nám í veiðileiðsögn og nám hafið í veiðileiðsögn