Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
23. maí 2019

Getur óbreytt frumvarp gert ríkið skaðabótaskylt?

Á vef Alþingis er að finna viðbótarumsögn vegna 647. mál á 149. löggjafarþingi (lagaákvæði er varða sjókvíaeldi og fleiri þætti fiskeldis) frá Jóhannesi Sturlaugssyni, Laxfiskum. Um ræðir umsögn ásamt fylgiskjölum sem send er Atvinnuveganefnd 6 maí sl. Hér fyrir neðan er viðkomandi umsögn en jafnframt er hægt að sækja meðfylgjandi gögn í viðhengi sem pdf-skjöl.

 

Ágætu þingmenn í Atvinnuveganefnd. Undirritaður sendi inn umsögn til Atvinnuveganefndar vegna frumvarps til laga er varðar sjókvíeldi á laxi o.fl. tengt lagaumgjörð fiskeldis. Í framhaldinu fékk ég fund með ykkur 9. apríl síðastliðinn, til að ræða áhyggjur mínar vegna þessa frumvarps sem fyrirsjáanlega verður að fresta afgreiðslu á ef mikill skaði á ekki að hljótast af.

Í kjölfar þess að ég hef komið mínum skoðunum á framfæri við atvinnuveganefnd gerist það að Hafrannsóknastofnun skilar 10. apríl sl. umsögn sem varðar sjókvíaeldi á laxi í Dýrafirði (fylgir hér) þar sem fram koma upplýsingar sem varpa nýju ljósi á stöðu mála sem til umfjöllunar eru í lagafrumvarpinu - nefnilega það að ekki stendur til af hálfu Hafrannsóknastofnunnar að uppfæra áhættumatið. Sú umsögn sem Guðni Guðbergsson sviðssjóri Hafrannsóknastofnunnar skrifar undir, vísar í áhættum at Hafrannsóknastofnunar á erfðablöndun frá 2017 án þess að nokkrir fyrirvarar séu gerðir. Það að enga fyrirvara var að finna í umræddri umsögn Hafrannsóknastofnunar vitnar til þess að hjá Hafrannsóknastofnun standi ekki til að uppfæra áhættumatið, þrátt fyrir ítarlegar ábendingar mínar m.a. í ljósi eigin rannsókna hérlendis um nauðsyn þess, sem og ábendingar Erfðanefndar landbúnaðarins og annarra aðila. Þetta er í fyrsta sinn sem formleg staðfesting fæst frá Hafrannsóknastofnun á því að ekki eigi að uppfæra áhættumatið í bráð. Jafnframt er þetta fyrsta staðfesting þess að ekki standi til að taka aðra laxastofna inn í áhættumatið en þá laxastofna sem áhættum at var birt fyrir í skýrslunni 2017 , sem Hafrannsóknastofnun gaf út þegar áhættumatinu var komið á.

 

Hefði ég vitað það sem ég hef nú fengið staðfest eftir að hafa séð umrædda umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 10. apríl, þá hefði ég lagt til í minni umsögn um um ræ tt lagafrumvarp, að sett yrði forsenduskilyrði fyrir notkun og framkvæmd áhættumatsins; það skilyrði að skipað yrði fjölskipað ráð/nefnd sérfróðra óháðara vísindamanna sem meðal annarra væru skipaðir af Umhverfisráðuneytinu og Háskóla Íslands. Þeir vísindamenn hefðu yfirumsjón með uppfærslu áhættumats erfðablöndunar og sæju til þess með sínum úttektum að vinna Hafrannasóknastofnunar við að framfylgja áhættumatinu væri hnökralaus. Vissulega gat ég þess í minni umsögn að eðlilegt væri að hafa slíka fagnefnd, en í ljósi nýrra upplýsinga þá veit ég nú að slík fagnefnd er alger forsenda þess að Hafrannsóknastofnun misstígi sig ekki frekar í þeim efnum sem varða áhættum at erfðablöndunar.

 

Í því skyni að menn átti sig betur á því hvað átt hér er við, þá fylgir erindi þessu umsögn undirritaðs frá 24. apríl sem hluti af þessari viðbótarumsögn. Umsögn þá gerði undirritaður fyrir Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála vegna um ræddrar umsagnar Hafrannsóknastofnunar frá 10. apríl síðastliðnum. Þar er rakið hvernig núverandi áhættum at erfðablöndunar nær ekki að sinna hlutverki sínu vegna gríðarlegs vanmats á áhættunni af erfðablöndun íslenskra laxastofna frá hendi norskættaðra eldislaxa úr sjókvíaeldi hér við land. Um leið er vísað í ábyrgðina sem felst í því að semja umsögn á þeim grunni án þess að setja varnagla varðandi um ræ tt vanmat áhættumatsins. Þar er ennfremur fjallað um þann aðferðafræðilega tvískinnung sem til staðar er í áhættumatsskýrslu Hafrannsóknastofnunar, sem fæst formlega staðfestur með umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 10. apríl síðastliðnum. Mikilvægt er að þingmenn átti sig á því hvernig sú aðferðafræði, að undanskilja ríflega helming íslenskra laxastofna í áhættumati erfðablöndunar, færir ábyrgðina frá eldisaðilum til ríkisins gagnvart þeim skaða sem verður á laxastofnum þeirra áa sem eru undanskildar í áhættumatinu. Ennfremur hefur ítarlega verið bent á nauðsyn þess að uppfæra áhættumatið einnig með tilliti til fyrirliggjandi gagna um flakk íslenskra laxa og með hliðsjón af þeim erfðamun sem er á norskættuðum eldislöxum og íslenskum löxum sem ekki hefur verið tekið tillit til. Hvorutveggja leiðir til vanmats áhættunar á erfðablöndun í öllum ám á landsvísu og ef ekki er tekið tillit til þeirra þátta þrátt fyrir ítarlegar ábendingar opinberlega, þá er einnig þar verið að færa ábyrgðina frá eldisaðilum yfir á ríkið , á landsvísu.

 

Auk þess hefur af hálfu undirritaðs og fjölmargra annarra verið bent á áhættuna sem felst í því að undanskilja í þessari lagaumgjörð þá miklu áhættu sem laxalús runnin frá sjókvíaeldi á laxi skapar laxa- og göngusilungsstofnum næst sjókvíeldissvæðunum. Lagafrumvarpið sem þið hafið til umfjöllunar gerir ekki ráð fyrir að ramma þar inn þessa miklu og þekktu áhættu með tilheyrandi eftirliti og viðbragðsáætlunum gagnvart þeim fiskistofnum sem í hættu eru. Slíkt viðbragðaleysi opinberra aðila má einnig segja að fríi eldisaðila við afleiðingum gjörða sinna hvað sjókvíaeldi varðar. Er þá ótalin áhætta frá hendi sjókvíaeldis á laxi gagnvart laxa- og göngusilungsstofnum sem kemur til af sjúkdómum.

 

Samantekið þá blasir við að ef lagafrumvarpið sem nú er til afgreiðslu hjá Alþingi verður afgreitt á þessu þingi, þá gildir ekki einungis að laxeldi í opnum sjókvíum njóti vafans í stað íslenskrar náttúru, heldur losna sjókvíaleldisaðilarnir einnig við ábyrgðina af skaðanum sem það eldi veldur. Íslenskir laxastofnar og þeir göngusilungsstofnar sem málið varðar eiga heimtingu á því að afgreiðslu þessa frumvarps verði frestað. Þannig er mögulegt að gera þær um bætur á frumvarpinu sem nauðsynlegar eru til að forða íslensku lífríki frá stórtjóni sem rekja má til þeirra laga, og íslenskum stjórnvöldum frá greiðslu skaðabóta því tengt. 

 

Hér er að finna meðfylgjandi gögn sem pdf-skjöl.

 

Viðbótarumsögn vegna 647. mál á 149. löggjafarþingi (lagaákvæði er varða sjókvíaeldi og fleiri þætti fiskeldis) frá Jóhannesi Sturlaugssyni, Laxfiskum.

 

Umsögn Hafrannsóknastofnunar varðandi 4000 tonna eldis á laxi eða regnbogasilungi á ársgrundvelli í Dýrafirði. Unnið fyrir Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála. 10.04.2019

 

Athugasemdir Jóhannesar Sturlaugssonar líffræðings hjá Laxfiskum vegna umsagnar Hafrannsóknastofnunar um væntanleg áhrif 4000 tonna árlegs eldis af laxi eða regnbogasilungi í opnum sjókvíum í Dýrafirði á lífríki tilgreindra áa. Sent Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála 24.04.2019

 

Rannsóknir á fiskistofnum í ám í Ketildölum 2017 og 2018