Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
31. mars 2019

Veiðitímabilið að hefjast

Veiðitímabilið er rétt handan við hornið en það hefst 1. apríl næstkomandi. Eflaust munu margir nýta tækifærið og fara til silungsveiða eftir að hafa sýnt biðlund frá því að veiði lauk síðastliðið haust. Veðrið er sem fyrr það sem hefur einna mest áhrif á veiði og ef svo ber við veðurfarslega þá getur vetur konungur neitað að gefa eftir og haldið veiðikerfum í gíslingu fram eftir vori, ef svo má að orði komast. Það er því um að gera að fylgjast vel með veðurspá enda er allra veðra von á þessum tíma árs eins og rysjótt tíð undanfarið hefur sýnt fram á.

 

Það við hæfi að minna á Veiðikortið sem nú hefur sitt fimmtánda starfsár og notið mikilla vinsælda frá upphafi. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um veiðikortið 2019.

Veiðikortið er að hefja sitt fimmtánda starfsár.  Allt frá fyrsta degi hefur Veiðikortinu verið mjög vel tekið og þessum frábærum viðtökum má þakka það að hægt hefur verið að bjóða upp á frábæra valkosti í vatnaveiði.  

 
Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.
 
Nú gefst fólki loksins kostur á að stoppa við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum.
 
Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir.  Einnig eru grunnupplýsingar á ensku í bæklingnum. Allur texti í bæklingi má finna á www.veidikortid.is bæði á íslensku og ensku og auk þess hægt að nálgast rafræna útgáfu.
 
Við viljum hvetja þig til að nota vefinn www.veidikortid.is lesa nýjustu fréttirnar hverju sinni sem tengjast Veiðikortinu. Einnig eru veiðisögur og myndir vel þegnar á netfangið veidikortid@veidikortid.is.

 

Þessar upplýsingar er að finna á vefnum veiðikortið.